Bacco Seaproducts
Bacco Seaproducts

Sölustjóri

Bacco leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf sölustjóra. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á sölu, hafa áhuga á að efla tengsl við viðskiptavini og styðja við vöxt og framþróun fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á sölu og þjónustu til erlendra viðskiptavina.
  • Sækja ný viðskipti, viðhalda og byggja upp núverandi viðskiptasambönd.
  • Greining og eftirfylgni með söluþróun, markaðsþróun og tækifærum til vaxtar.
  • Eftirlit með verðlagningu, framboði og dreifingu vöru á markaði.
  • Þátttaka í að viðhalda háu þjónustustigi.
  • Tilboðsgerð, eftirfylgni og samningagerð.
  • Þátttaka í sýningum, ráðstefnum og öðrum viðburðum sem styrkja stöðu fyrirtækisins á markaði.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sölu og vörustjórnun.
  • Þekking á alþjóðlegum mörkuðum og viðskiptasamböndum í sjávarútvegi er kostur.
  • Þekking á sjávarfangi er kostur.
  • Sterk samskipta- og samningatækni.
  • Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði, góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar