
Sölufulltrúi í rafbúnaðardeild
Smith & Norland óskar eftir að ráða góðan og drífandi sölufulltrúa til starfa í rafbúnaðardeild fyrirtækisins. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf hjá öflugu innflutnings- og sölufyrirtæki í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð:
· Sala á raflagnaefni og ýmsum öðrum rafbúnaði
· Ráðgjöf og þarfagreining með viðskiptavinum
· Móttaka nýrra viðskiptavina og samskipti við þá
· Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð fag- og efnisþekking
- Reynsla af rafvirkjastörfum
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi
- Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
Um fyrirtækið:
Smith & Norland er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem flytur inn og selur rafbúnað af margvíslegum toga, allt frá vöfflujárni til virkjunar. Fyrirtækið er meðal annars fulltrúi þýska stórfyrirtækisins Siemens á Íslandi. Hjá Smith & Norland starfa nú rúmlega 40 manns. Mikil fagþekking er innan fyrirtækisins enda er kjörorð þess: Sala með þekkingu. Smith & Norland er til húsa í eigin húsnæði í Nóatúni 4 í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir ([email protected])













