Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Sérfræðingur á markaðssviði

Býrð þú yfir skipulagshæfileikum, ert skapandi og með brennandi áhuga á markaðssetningu og vörumerkjastýringu?

Við leitum að einstaklingi sem getur skipulagt markaðsherferðir, stýrt vörumerki, greint gögn og sett þau fram með skýrum og skilmerkilegum hætti.

Við bjóðum starf með frábæru teymi, þar sem metnaður, fagmennska, heiðarleiki og síðast en ekki síst gleði er í fyrirrúmi.

Starfið er tvískipt, annars vegar er áhersla á markaðsherferðir og að stýra innlendum birtingum og hins vegar er áhersla á vörumerkjastjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti við innlenda miðla
  • Umsjón og uppsetning herferða
  • Vörumerkjastjórnun
  • Greining á markaðstækifærum
  • Umsjón með viðburðum og sýningum fyrir vörumerki
  • Greining og skýrslugerð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræða
  • Reynsla af stafrænu markaðsstarfi og stjórnun auglýsingaherferða
  • Þekking og reynsla af innlendum birtingamarkaði er kostur
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta og hæfni í textagerð  
  • Þekking á markaðsgreiningum og úrvinnslu gagna
Af hverju Askja?
  • Spennandi og fjölbreytt starf í kraftmiklu starfsumhverfi
  • Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar