Orkan
Orkan
Orkan

Markaðssnillingur

Við leitum að hugmyndaríkum og skipulögðum Orkubolta sem hefur brennandi áhuga á markaðsmálum. Viðkomandi mun starfa í markaðsdeild Orkunnar og þarf að vera tilbúin að hlaupa hratt og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum frá og með 1. maí 2025.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs, en möguleiki er á áframhaldandi starfi.

Markmið Orkunnar er að einfalda líf viðskiptavina með snjöllum og þjónustumiðuðum lausnum.

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og hugmyndavinna fyrir hefðbundna miðla og samfélagsmiðla.
  • Samskipti og birtingar hjá miðlum.
  • Utanumhald og efnissköpun fyrir heimasíðu.
  • Umsjón yfir stöðvum á Google.
  • Markpóstar - skrif og utanumhald.
  • Viðburðarstjórnun t.d. Orkumót, rafmagnsviðburðir og fl.

Markaðsdeild Orkunnar sér um markaðsefni fyrir alla þjónustu Orkunnar ásamt bílaþvottastöðvum Löðurs.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Metnaður, frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Hæfileikar til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna.
  • Brennandi áhugi á markaðsmálum.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Reynsla af vinnu í markaðsteymi er kostur.
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur14. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fellsmúli 28, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar