
Hreyfing
Hreyfing er staðsett í Glæsibæ og þar er boðið upp á allt það besta sem völ er á á líkamsræktarstöðvum í dag.
Í Hreyfingu er boðið upp á mikið af spennandi nýjungum sem tengjast almennri líkamsrækt og vellíðan. Þar er boðið upp á allt það nýjasta og besta hverju sinni í líkamsrækt ásamt fyrsta flokks snyrti-, nudd og spa meðferðum. Hreyfing er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig þegar kemur að heilsurækt.
Gildi Hreyfingar eru:
Fagleg stendur fyrir það að við höfum metnað til að veita þjónustu af gæðum sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Við hvetjum hvert annað til að viðhalda yfirburðaþekkingu á okkar sviði til eflingar hópsins og hagsbóta fyrir viðskiptavini.
Hrein þýðir að við leggjum kapp á snyrtimennsku í öllu okkar starfi og það sést á húsnæði okkar og aðstöðu en jafnframt að við erum hrein og bein í framkomu við hvert annað og við viðskiptavini.
Notaleg dvöl í okkar stöð er okkur kappsmál og með persónulegu viðmóti, virðingu og hlýju í samskiptum náum við að búa til umhverfi sem viðskiptavinir kunna að meta og vinnustað þar sem besta fagfólkið vill starfa.

Markaðsfulltrúi
Leitum að metnaðarfullum markaðsfulltrúa með brennandi áhuga á heilbrigðum lífsháttum, þjónustuupplifun viðskiptavina og uppbyggingu vörumerkja.
Í boði er lifandi starf sem felur í sér þáttöku í markaðsstarfi Hreyfingar og innleiðingu á stefnumótandi áherslum um þjónustu og upplifun viðskiptavina m.a. stefnu félagsins í umhverfis- og sjálfbærnimálum.
Markaðsfulltrúi starfar beint undir framkvæmdastjóra. Starfið er tímabundin afleysing v. fæðingarorlofs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón vefsíðu, uppsetning fréttabréfa, hugmyndavinna og vinnsla markaðsefnis fyrir net og samfélagsmiðla
- Ábyrgð og umsjón með samfélagsmiðlum o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Afar góð hæfni í textaskrifum og gott auga fyrir myndefni
- Framúrskarandi hæfni í íslensku
- Góð enskukunnátta
- Reynsla og þekking á markaðsmálum og umsjón samfélagsmiðla
- Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt
- Menntun á sviði grafískrar hönnunar kostur
- Þarf að hafa brennandi áhuga á öllu tengt heilsu
- Háskólagráða á sviði markaðsmála/grafískrar hönnunar og reynsla á vinnumarkaði
Fríðindi í starfi
- Ýmis fríðindi fylgja starfinu
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AdWordsAuglýsingagerðEmail markaðssetningFacebookGoogleGoogle AnalyticsHreint sakavottorðInDesignInstagramLeitarvélabestun (SEO)MailchimpMarkaðssetning á netinuMetnaðurReyklausSkilgreining markhópaSkjámiðlarTextagerðVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Samfélagsmiðlar og vefverslun
Polarn O. Pyret

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Íslandshótel

Markaðssnillingur
Orkan

Verkefnastjóri sumarhátíða hjá Akureyrarbæ
Akureyri

Hress markaðs snillingur!
Matarkompani

Community Developer
CCP Games

Birtingasérfræðingur
Kontor Auglýsingastofa ehf

Tímabundið starf í sumar
Imperial Akureyri

Markaðsfulltrúi
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Skapandi Sumarstörf í Kópavogi - Leiðbeinandi
Sumarstörf - Kópavogsbær

Fjölbreytt markaðs- og lagerstarf
RS Snyrtivörur ehf

Verkefnastjóri, sölu og markaðsmál
Arctic Exposure