
RS Snyrtivörur ehf
RS Snyrtivörur ehf er umboðsaðili fyrir L‘Occitane en Provence og Erborian á Íslandi.
L‘Occitane er eitt af ört vaxandi snyrtivörumerkjum heims með um 2.000 verslanir víðs vegar um heiminn. Við bjóðum hágæða náttúrulegar húð-, bað- og snyrtivörur frá Suður-Frakklandi.
Erborian er franskt-kóreskt snyrtivörufyrirtæki sem er leiðandi í þróun á litaleiðréttandi vörum og þá sérstaklega BB og CC kremum og sækir innblástur í vörur sínar í kóreskar lækningajurtir og húðvenjur kóreskra kvenna.
Fjölbreytt markaðs- og lagerstarf
RS Snyrtivörur ehf er ört vaxandi heildsölu- og smásölufyrirtæki með snyrtivörur og er umboðsaðili fyrir vörumerki eins og L‘Occitane en Provence, Erborian, Novexpert, Xlash og fleiri. Einnig rekur fyrirtækið verslun L’Occitane í Kringlunni og vefverslunina Skincarelab.is
Ertu skapandi, drífandi og með ástríðu fyrir markaðssetningu og snyrtivörum?
Við leitum að öflugum og fjölhæfum einstaklingi í spennandi markaðsstörf á skrifstofu auk aðstoðar á lager fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, hugmyndaríkur og samviskusamur, með hæfni til að vinna sjálfstætt.
Ef þú hefur brennandi áhuga á efnissköpun fyrir samfélagsmiðla, góða samskiptahæfileika og elskar náttúrulegar gæðasnyrtivörur og markaðssetningu, þá er þetta starfið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Efnissköpun fyrir samfélagsmiðla
- Aðstoð við umsjón á samfélagsmiðlum og vefverslun
- Þýðingar fyrir vefsíðu og aðra upplýsingamiðla
- Aðstoð við hugmyndavinnu og umsjón með markaðstengdum herferðum
- Aðstoð við tiltekt pantana í vefverslun og heildsölu sem og útkeyrsla
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla og áhugi á efnissköpun fyrir samfélagsmiðla.
- Mjög góð færni í rituðu íslensku máli
- Brennandi áhugi á snyrtivörum
- Reynsla af notkun Canva, Photoshop, InDesign og Mailchimp er kostur
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
- Bílpróf er skilyrði
- Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri
Auglýsing birt4. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Dalvegur 16d, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
DKFacebookFljót/ur að læraFrumkvæðiGoogleHugmyndaauðgiInstagramJákvæðniMailchimpMarkaðssetning á netinuÖkuréttindiShopifySjálfstæð vinnubrögðTextagerðVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framtíðarstarf í vöruhúsi Parlogis
Parlogis

Sumarstarfsmaður á verkstæði Arnarins
Örninn

Data Specialist - Powerplant
Icelandair

Starf á lager
Fastus

Þjónustufulltrúi á skrifstofu á Djúpavogi
Stjórnsýslu-og fjármálasvið

Ert þú lögfræðingur sem kannt að meta góða viðskiptahætti?
Seðlabanki Íslands

Starfsmaður á verkfæralager í Keflavík - sumarstarf
Icelandair

Lagerstarfsmaður
Blikkás ehf

Innkaupafulltrúi
AB Varahlutir

Tímabundið starf í sumar
Imperial Akureyri

Sumarstarf í launadeild
Sumarstörf - Kópavogsbær

Logistic Coordinator
Icelandair