
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 15 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Tækifærissinni (e. Growth hacker)
Tækifærissinni (e. Growth hacker) vinnur þvert á teymi og er næsti yfirmaður framkvæmdarstjóri markaðssóknar.
Tækifærissinni er ábyrg(ur)(t) fyrir að finna og meta tækifæri til að styðja við sölupípulínu, rannsaka mismunandi hópa viðskiptavina, tryggja flæði gagna á milli sviða, og skipuleggja samtöl fyrir söluteymið.
Ef þú hefur brennandi áhuga á vexti, gögnum og að byggja upp ný viðskiptatækifæri, þá er þetta tækifæri fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna náið með markaðsdeild og vera kröfuhafi að búa til markaðsherferðir sem stuðla að myndun nýrra viðskiptatækifæra (leads) fyrir söluteymi einstaklinga- og fyrirtækjaþjónustu.
- Samþætta markaðssetningu og sölu með áherslu á útbreiðslu, úthringingar og söluskilaboð.
- Tryggja samfellu í ferlum og samskiptum við viðskiptavini, frá fyrstu snertingu viðskiptavinar og þar til sala gengur í gegn.
- Þróa og bæta verkfæri og ferla sem styðja við myndun sölutækifæra og hjálpa til við að hámarka árangur.
- Samstarf við sölu- og markaðsteymi til að tryggja að áherslur og skilaboð séu samræmd.
- Greina og nýta gögn og mælingar til að bæta árangur og fylgjast með frammistöðu herferða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.a.m. innan tækni eða viðskipta.
- Brennandi áhugi á sölu- og þjónustu
- Sterk leiðtogafærni.
- Framúrskarandi samskipta- og samningahæfileikar.
- Stefnumótandi hugsun og lausnamiðuð nálgun.
- Hæfni til að forgangsraða og velja réttu verkefnin.
- Sterk greiningarfærni og reynsla af Google Analytics, Google Tag Manager og BI-tólum.
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur14. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNýjungagirniSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Landspítali

Brand Director
CCP Games

Umbóta- og þróunarstjóri Kópavogsbæjar
Kópavogsbær

Verkefnastjóri fjölmenningar, Þjónustu- og þróunarsvið
Hafnarfjarðarbær

Marketing Research Intern
CCP Games

Sérfræðingur á markaðssviði
Bílaumboðið Askja

Markaðsfulltrúi
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Vöru- og verkefnastjóri
Landspítali

Upplýsingafulltrúi nýframkvæmda
Landsvirkjun

Hress markaðs snillingur!
Matarkompani

Vilt þú leggja línurnar að framtíðardansi Nova?
Nova

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Íslandshótel