
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 15 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Vilt þú leggja línurnar að framtíðardansi Nova?
Við leitum að vörustjóra (PO) til að skapa framtíð Nova á einstaklingsmarkaði í spennandi samkeppnis umhverfi.
Ert þú viðskiptavinadrifin(n) með óþreytandi áhuga á nýsköpun, framþróun og upplifun viðskiptavina? Vilt þú vinna hjá fyrirtæki sem er á virkilega spennandi vegferð, vel í stakk búið til þess að bregðast hratt við umhverfi sínu og lifir sannarlega gildið sitt um að vera stærsti skemmtistaður í heimi?
Vörustjórar tilheyra dýnamísku teymi viðskiptaþróunar og vinna náið með flestum sviðum Nova.
Hlutverk vörustjóra er að leiða framþróun og bera ábyrgð á skemmtilegustu og mikilvægustu vörum Nova. Þitt ábyrgðasvið felur í sér að drífa áfram stefnumótun, vegvísi og framtíðarsýn vörunnar til þess að tryggja framúrskarandi upplifun fyrir nýja og núverandi viðskiptavini.
Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir hungri til að hreyfa nálina, hefur færni í stefnumótandi hugsun og er framúrskarandi í samskiptum, enda mikilvægt að geta unnið þvert á teymi, tryggt framgang verkefna ásamt því að þora að skora á.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á framtíðarsýn, stefnu og vegvísi fyrir vöruframboð á einstaklingsmarkaði
- Hefur brennandi áhuga á því að þróa vörur út frá þörfum og ávinningi viðskiptavina
- Býr yfir færni til þess að eiga samtöl við núverandi og mögulega viðskiptavini, skilgreina árangursmælikvarða og fylgjast með samkeppninni
- Vinnur náið með stafrænum vöruhönnuði til þess að skapa bestu upplifunina, skilgreinir og framkvæmir notendaprófanir og safnar gögnum sem nýtast í framþróun
- Býr yfir þori til þess að skora á, finna nýjar leiðir og hugsa út fyrir rammann
- Styður við aðgreiningu og vöxt Nova á samkeppnismarkaði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.a.m. innan tækni eða viðskipta.
- Reynsla af vörustýringu
- Reynsla og hæfni í að koma nýjum vörum eða „fídusum“ á markað.
- Hæfni í stefnumótun og gerð vegvísa fyrir vörur.
- Hugmyndaauðgi og frumkvæði.
- Góð samskiptahæfni og almenn ánægja af því að vinna í teymi.
- Skipulag, samviskusemi og eftirfylgni.
Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi í viðskiptalausnum - Vertu hluti af framsæknu teymi
Advania

Deildarstjóri hagdeildar
Norðurál

Policy Officers Internal Market Division VA 06/2025
EFTA Secretariat

Policy Officer Internal Market Division VA 05/2025
EFTA Secretariat

Leiðandi sérfræðingur í reikningshaldi
Sjúkratryggingar Íslands

Vöru- og verkefnastjóri
Landspítali

FP&A Partner / Sérfræðingur
Teya Iceland

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í áhættugreiningu
Rio Tinto á Íslandi

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór | Samstæða

Vöru- og viðskiptastjóri
Kjaran ehf.

Head of Digital Transformation
Air Atlanta Icelandic