
ÍAV
ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf. voru stofnaðir 31. maí 1997 með yfirtöku ákveðinna eigna og skuldbindinga, ásamt öllum verksamningum Íslenskra aðalverktaka sf. sem þá höfðu starfað sem verktakar á varnarsvæðum hérlendis allt frá 1954.
Frá þeim tíma til dagsins í dag hafa orðið verulegar breytingar á rekstri og stjórnskipulagi félagsins en félagið stefnir markvisst að því að vera alhliða fyrirtæki á öllum sviðum mannvirkjagerðar bæði hvað varðar nýsköpun, fjármögnun og framkvæmdir.
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar, jarðgangagerðar, jarðvinnu eða gatnagerð.
ÍAV hf er nú alfarið í eigu Marti Holding AG frá Sviss sem var stofnað 1922. Marti Holding á um 80 fyrirtæki víðsvegar um heim sem eru öll rekin sem sjálfstæðar einingar.

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Ertu að leita að áskorun ?
ÍAV óskar eftir að ráða verkefnastjóra í jarðvinnu til starfa hjá félaginu. Fjölbreytt verkefni í boði og góð verkefnastaða.
Í tæp 70 ár hafa Íslenskir aðalverktakar komið að hönnun og byggingu margra af mikilvægustu mannvirkjum landsins.Framkvæmdirnar eru fjölbreyttar og listinn er langur; má þar nefna íbúðarbyggingar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, vegagerð, brýr, jarðgöng, hafnarmannvirki, virkjanir, skóla, sundlaugar, baðlón, íþróttahús og tónlistarhúsið Hörpu.
Ef þú hefur metnað til að breyta vilja í verk, hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur og stjórnun verkefna
- Samskipti við fulltrúa verkkaupa, hönnuði og opinbera aðila
- Gerð og rekstur verksamninga
- Ábyrgð á fjárhagslegri afkomu og skýrslugerð í verkefnum
- Gerð og eftirfylgni verk- og aðfangaáætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af jarðvinnuverkefnum
- Reynsla af verkefnastjórnun, framhaldsnám er kostur
- Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu
- Framúrskarandi samskipta og skipulagsfærni
- Reynsla af öryggis- og gæðamálum í verklegum framkvæmdum er kostur
- Stundvísi og reglusemi.
- Færni í munnlegri og skriflegri íslensku og ensku
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Landspítali

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór | Samstæða

Rekstraraðili golfskála Golfklúbbs Suðurnesja
Golfklúbbur Suðurnesja

Ráðgjafi í ráðningum
Vinnvinn

Vöru- og verkefnastjóri
Landspítali

Project manager, construction project in Disko Bay Greenland
NunaGreen A/S

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir