
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi eru frjáls félagasamtök og leggur áherslu á margvísleg verkefni til aukinnar almannavitundar, fræðslu- og samfélagsumræðu um Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðamál, sbr. samstarfsamninga við utanríkisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið og íslensku UNESCO-nefndina. Félagið hefur aðsetur í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42.
Verkefnastjóri – Kynning og fræðsla í 50% starfshlutfalli
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (FSÞ) leitar að drífandi og lausnamiðuðum verkefnastjóra til að leiða kynningarátak í tilefni 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið felur í sér skipulag viðburða, samfélagsmiðlaherferð, fræðslustarf og samráð við samstarfsaðila. Markmið átaksins er að efla þekkingu og áhuga almennings á starfsemi SÞ, heimsmarkmiðunum og gildi alþjóðlegrar samvinnu.
Um er að ræða tímabundið starf í 50% starfshlutfalli frá maí/júní 2025 til desember 2025, með möguleika á auknu starfshlutfalli eftir umfangi verkefna. Vinnutími er sveigjanlegur en þó mest á dagvinnutíma.
Nánari upplýsingar veitir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 552-6700 eða á netfanginu [email protected].
Helstu verkefni og ábyrgð
- Efnissköpun og samvinna við fjölmiðla, með áherslu á greinarskrif, viðtöl o.fl.
- Kynning og miðlun efnis t.d. á vefsíðu og samfélagsmiðlum.
- Ábyrgð og skipulagning viðburða og verkefna.
- Samskipti og samráð við fjölbreytta samstarfsaðila, þ.m.t. stjórnvöld, fræðasamfélagið, fjölmiðla og frjáls félagasamtök.
- Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd fræðslu og kynninga m.a. í skólum, bókasöfnum og á opinberum vettvangi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða utanumhaldi viðburða.
- Reynsla af kynningarstarfi og/eða fjölmiðlun.
- Brennandi áhugi og þekking á málefnum Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðunum og alþjóðamálum er kostur.
- Reynsla af samfélagsmiðlun og/eða skapandi miðlun er kostur.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðri vinnu.
- Góð færni í að skrifa og miðla efni á íslensku.
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími.
- Fjölskylduvænt umhverfi.
Auglýsing birt8. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sigtún 42, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi
Klúbburinn Geysir

Bilateral and Sector Officer – FMO
Financial Mechanism Office (FMO)

Spennandi sumarstarf fyrir meistaranema
SSH

Sölumaður / Verkefnastjóri
Fagefni ehf.

Leiðtogi umhverfis og veitna
Mosfellsbær

Leiðtogi í uppbyggingu og framkvæmdum
Mosfellsbær

VERKEFNASTJÓRI FJÁRMÁLA - CAFF OG PAME
Mögnum

Verkefnastjóri
Icelandair

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista

Producer
CCP Games

Verkefnisstjóri doktorsnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar