Betri samgöngur ohf.
Betri samgöngur ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusáttmála sem ríkið annars vegar og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hins vegar gerðu með sér. Félagið hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra.
Markmið félagsins er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi, stuðla að því að loftslagsmarkmiði um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag verði náð og að lýðheilsa verði efld. Félaginu er ætlað að tryggja samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um skilvirka uppbyggingu samgönguinnviða.
Félagið hefur yfirumsjón með framkvæmdunum og fjármögnun þeirra m.a. með yfirtöku og þróun á landi við Keldur í Reykjavík.
Verkefnastjóri innkaupa
Betri samgöngur óska eftir öflugum verkefnastjóra innkaupa til að stýra vinnu innkaupa fyrir Borgarlínu, hjóla- og göngustíga auk ýmissa annarra verkefna Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst frumkvæðis, haldgóðrar þekkingar á opinberum innkaupum innanlands og á evrópska efnahagssvæðinu.
Verkefnastjóri innkaupa verður formlegur rekstraraðili verksamninga en mun njóta aðstoðar umsjónaraðila verksamninga í daglegri umsýslu og stjórnun auk þess að sinna skipulagningu og innleiðingu innkaupaferla hjá fyrirtækinu.
Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af innkaupum, útboðsmálum, samningagerð og rekstri samninga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun innkaupa, útboðsmála, samningagerðar og rekstri samninga
- Umsjón með að útboðsferli, samningagerð og að rekstur samninga sé í samræmi við lög, reglugerðir og almennt góða viðskiptahætti.
- Vinna að og innleiða innkaupa- og útboðsstefnu.
- Ákvarða í samráði við stjórnendur fyrirtækisins samningsform og samningsskilmála einstakra verksamninga.
- Ákvarða með verkefnastjórum og stjórnendum fyrirtækisins kröfur um nauðsynlegt hæfi bjóðenda í útboðum og greina og meta hæfi einstakra bjóðenda.
- Umsjón með gerð innflutningsskjala og tollaafgreiðslu.
- Skipulagning og innleiðing innkaupaferla.
- Stjórna vinnu við uppbyggingu á stjórnkerfi innkaupa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi.
- Haldgóð reynsla af innkaupum á verkfræðiráðgjöf og verklegum framkvæmdum.
- Þekking og reynsla á opinberum innkaupum.
- Þekking á lagaumhverfi innkaupa Evrópska efnahagssvæðisins og á samningsskilmálum alþjóðlegra flutninga (sbr. INCOTERM skilmála).
- Þekking og reynsla af innkaupum með FIDIC samningsskilmálum og af innkaupum undir veitutilskipuninni er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót.
- Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
- Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt2. nóvember 2024
Umsóknarfrestur14. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leiðtogi í rekstri upplýsingatækni og þjónustu
Landsnet hf.
Starfstækifæri hjá RUBIX á Reyðarfirði
Rubix Ísland ehf
Umbreytingarstjóri
Míla hf
Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið
Markaðsstjóri Nettó
Samkaup
Sérfræðingur á sviði fjármála og greininga
Sjúkratryggingar Íslands
Aðalbókari - Tæknilegur bókari
Sessor
Viltu leiða verkefni á byggingarsviði?
EFLA hf
Netsérfræðingur
Míla hf
Verkefnastjóri í framkvæmdadeild
Olís ehf.
Fjármálastjóri Húnabyggðar
Húnabyggð
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra