Húnabyggð
Húnabyggð

Fjármálastjóri Húnabyggðar

Sveitarfélagið Húnabyggð óskar eftir að ráða fjármálastjóra í sveitarfélag í mikilli sókn. Húnabyggð er ungt sveitarfélag sem varð til við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og nýlega gekk í gegn sameining milli Húnabyggðar og Skagabyggðar. Mikil þróun og endurskipulagning er í gangi í starfsemi sveitarfélagsins og fram undan er krefjandi vinna við að endurhanna verkferla sem snúa að fjármálum.

Fjármálastjóri er hluti af stjórnendateymi Húnabyggðar og tekur virkan þátt í stefnumótun og gerð framtíðarsýnar Húnabyggðar sem er í sífelldri þróun. Fjármálastjóri er einn af staðgenglum sveitarstjóra og starfsstöðin er á Blönduósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á fjármálastjórnun og fjárstýringu sveitarfélagsins
  • Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess
  • Ábyrgð á virku kostnaðareftirliti, reikningshaldi, mánaðarlegu uppgjöri og ársreikningagerð
  • Yfirumsjón með bókhaldi, reikningagerð og innheimtu
  • Að leiða endurhönnun fjármálaferla og sjálfvirknivæðingu
  • Ábyrgð á launavinnslu, umsjón og eftirlit með kjarasamningum o.s.frv.
  • Samningagerð og hagsmunagæsla fyrir hönd sveitarfélagsins bæði við opinbera aðila og einkaaðila
  • Ráðgjöf við sveitarstjórn og nefndir um mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegu námi
  • Framhaldsmenntun á sviði fjármála- og/eða endurskoðunar æskileg
  • Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð
  • Hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Þekking og reynsla af notkun stafrænna lausna og sjálfvirkni í fjármálastjórnun
  • Þekking og reynsla af samningagerð
  • Sjálfstæði í starfi, nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði, sveigjanleiki og drifkraftur
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni og áhugi á að vinna í teymum
  • Þekking á málefnum sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Reynsla af breytingastjórnun og stöðugum umbótum 
  • Góð færni í íslensku og ensku, færni til að setja fram mál í ræðu og riti

Umsóknir óskast sendar á www.hagvangur.is.  Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Húnabyggðar, Pétur Arason, petur@hunabyggd.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember  og gert er ráð fyrir að nýr fjármálastjóri hefji störf í byrjun árs 2025.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Samningagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar