Samkaup
Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Samkaup hf reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska, Áræðni, Sveigjanleiki og Samvinna eru leiðarljós í öllu starfi.
Samkaup er rekstrarfélag á neytendavörumarkaði með virkt hlutverk í samfélaginu. Hlutverk Samkaupa er að tryggja neytendum vörugæði, góða þjónustu og fjölbreytt vöruval á eins hagstæðu verði og völ er á og með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samkaup skal vera þekkt fyrir að fara alla leið í þágu vörugæða og þjónustu ásamt því að vera í fararbroddi í nýsköpun sem skapar tækifæri fyrir viðskiptavini, samfélag og starfsfólk.
Markaðsstjóri Nettó
Samkaup leitar af drífandi og reynslumiklum aðila í starf markaðsstjóra Nettó. Verslanir Nettó eru yfir tuttugu talsins og dreifast um land allt. Starf markaðsstjóra er bæði spennandi og skemmtilegt sem hentar miklu keppnisfólki vel. Í samvinnu með úrvals fólki býður starf markaðsstjóra Nettó upp á einstakt tækifæri til markaðssetja eina stærstu matvörukeðju landsins.
Ef þú ert keppnismanneskja með ástríðu fyrir markaðsmálum þá áttu mögulega samleið með okkur í Nettó.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með herferðum og viðburðum
- Framkvæmd og þróun markaðsáætlunar
- Auglýsingar og kynningarstarfsemi vörumerkja
- Greiningarvinna
- Hugmyndavinna, textavinna og efnisgerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Löngun og geta til að vera í hlutverki leiðtoga
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
- Sköpunargleði, metnaður og frumkvæði
- Þekking á tækni og nýjungum í markaðsmálum
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur til starfsmanna
- Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
- Velferðarþjónusta Samkaupa
- Tækifæri til menntunar og starfsþróunar
Auglýsing birt5. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Krossmói 4, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Viðskiptastjóri
Moss Markaðsstofa
Umbreytingarstjóri
Míla hf
Sölu og markaðsfulltrúi
Provision
Viðskiptastjóri
Smyril Line Ísland ehf.
Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið
Sérfræðingur á sviði fjármála og greininga
Sjúkratryggingar Íslands
Markaðs- og upplifunarfulltrúi
Sky Lagoon
Aðalbókari - Tæknilegur bókari
Sessor
Fjármálastjóri Húnabyggðar
Húnabyggð
Verkefnastjóri innkaupa
Betri samgöngur ohf.
Alþjóðleg tækifæri - viðskiptamiðaður verkefnastjóri
Landsvirkjun
Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.