
Verkefnastjórar við Háskólann á Hólum
Í tengslum við stofnun háskólasamstæðu Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands auglýsir Háskólinn á Hólum eftir verkefnastjórum í stoðþjónustu skólans. Verkefnastjórarnir munu vinna með fjölbreytt verkefni tengd kennsluskrifstofu, fjármálum og mannauði og mun endanleg starfslýsing vera í samræmi við menntun og reynslu þeirra sem verða ráðnir.
-
Almenn stjórnsýsluverkefni á því sviði sem um ræðir
-
Vinna í þverfaglegum teymum m.a. með ráðgjöf, stefnumótun og þróun
-
Gagnavinnsla, skýrslugerð, eftirlit og eftirfylgni
-
Þátttaka í undirbúningi háskólasamstæðu ásamt daglegum rekstri Háskólans á Hólum á meðan undirbúningi stendur
-
Þjónusta og faglegur stuðningur við nemendur og starfsmenn
-
Samskipti við ýmsa hagaðila og aðrar opinberar stofnanir
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem kennslu- og menntunarfræði, viðskiptafræði, lögfræði, mannauðsstjórnun eða annað sem nýtist í starfi.
-
Langvarandi reynsla getur komið í stað háskólamenntunar
-
Reynsla af sambærilegum verkefnum
-
Rík skipulagshæfni og faglegur metnaður
-
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og færni til að starfa í teymi
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
-
Góð tölvufærni
Háskólinn aðstoðar við að útvega húsnæði í Skagafirði sé þess þörf.













