Amaroq Minerals Ltd
Amaroq Minerals Ltd

Sérfræðingur á fjármálasviði

Sérfræðingur á fjármálasviði heyrir undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs og mun bera ábyrgð á margvíslegum verkefnum reikningshalds og að tryggja að öll fjármálatengd verkefni séu unnin á réttum tíma og að frestir séu uppfylltir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni

  • Öll almenn uppgjörsvinna
  • Ábyrgð á að fjárhagsupplýsingar skili sér tímanlega og rétt til móðurfélagsins
  • Umsjón með greiðslum og bankafærslum félagsins
  • Koma að stofun fjárstýringardeildar undir stjórn fjármálastjóra
  • Framkvæma bókhaldslokunarverkefni fyrir allar einingar mánaðarlega, þar á meðal, fastafjármunaskrá, leigusamninga, og afskriftir
  • Mánaðarlegt uppgjör og afstemmingar
  • Lögbundin skýrslugjöf og skattskýrslugerð í löndum þar sem fyrirtækið er starfar þar á meðal í Kanada og á Grænlandi
  • Umsjón og afstemming á ferðakostnaði og kreditkortum sem hluti af mánaðarlegu uppgjöri
  • Umsjón með hóptryggingum starfsmanna
  • Umsjón með launavinnslu í Kanada, Íslandi og Bretlandi
  • Framkvæmd sjóðstreymisspár
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða í fjármálum fyrirtækja eða M.Acc
  • 3 til 5 ára bókhaldsreynsla í meðalstóru eða stóru fyrirtæki
  • Reynsla úr í námuvinnslu, innviðum eða byggingariðnaði
  • Heildstæð bókhalds- og uppgjörsreynsla er nauðsynleg
  • Reynsla af SAP er skilyrði
  • Framúrskarandi hæfni í notkun á Microsoft Office pakkanum
  • Haldbær þekking á IFRS og tengdum verkefnum
  • Metnaður,frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð þjónustulund og sveigjanleiki
  • Framúrskarandi enskukunnátta
  • Starfsmaður þarf að geta unnið lengri vinnudaga í samvinnu við starfsstöðvar í öðrum tímabeltum, sér í lagi í tengslum við uppgjör.
Auglýsing birt26. júlí 2025
Umsóknarfrestur6. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Framúrskarandi
Staðsetning
Fríkirkjuvegur 3, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar