
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Upplýsingatæknistjóri
Dagar hf. leita að drífandi og framsýnum upplýsingatæknistjóra sem vill leiða stafræna þróun og tryggja að tæknilausnir okkar styðji við skilvirkni, þjónustugæði og áframhaldandi vöxt.
Við leitum að einstaklingi sem sameinar stefnumótandi hugsun og framkvæmdahæfni – manneskju sem vill byggja upp nútímalegt og öruggt tækniumhverfi í samstarfi við metnaðarfullt teymi Daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða og samhæfa upplýsingatækniþjónustu Daga og samstarf við utanaðkomandi þjónustuaðila.
- Sér um daglegan rekstur og viðhald tölvu-, net- og símakerfa, innkaup á tækjabúnaði og umsjón með eignalista fyrirtækisins.
- Leiða áframhaldandi skýjavegferð félagsins og flutning yfir í Microsoft 365.
- Móta og framfylgja stefnu í upplýsingaöryggi, þar með talið áætlunum um rekstrarsamfellu og mikilvægisgreiningu kerfa.
- Vera leiðandi í tæknilegum umbótaverkefnum sem styðja við framtíðarsýn Daga um framúrskarandi þjónustu, nútímalegan vinnustað og hámarks rekstraröryggi.
- Hvetja til nýsköpunar með því að styðja við aukna notkun lausna sem byggja á gervigreind, sjálfvirknivæðingu og annara nýjunga sem auka framleiðni og þjónustugæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af upplýsingatæknistjórnun eða sambærilegu hlutverki.
- Góð þekking á Microsoft 365, Entra ID, SharePoint, OneDrive og öryggislausnum Microsoft.
- Breið tækniþekking og geta til að sinna bæði daglegum rekstri og taka stefnumótandi ákvarðanir.
- Traustur skilningur á upplýsingaöryggi og lausnum sem stuðla að öruggara tækniumhverfi.
- Frumkvæði, fagmennska og sterk hæfni í samskiptum og teymisvinnu.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur19. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFagmennskaFrumkvæðiMannleg samskiptiMicrosoft Dynamics 365 Business CentralTölvuöryggiVerkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tæknimaður HljóðX lausna
HljóðX

Upplýsingatækni og markaðsmál
Kraftvélar ehf.

Sérfræðingur í kerfisumsjón við upplýsingatæknideild
Coripharma ehf.

Ert þú sérfræðingur í tæknimálum?
Origo ehf.

Kerfisstjóri í notenda- og útstöðvaþjónustu
Advania

Project Manager
Wisefish ehf.

Kerfisstjóri
Tindar-Tæknilausnir

Sérfræðingur í rekstrar og tækniþjónustu
Sessor

Wise leitar að sérfræðingi í fjarþjónustu
Wise lausnir ehf.

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

IT Support Specialist
Rapyd Europe hf.

DevOps Engineer
CookieHub