

Kerfisstjóri í notenda- og útstöðvaþjónustu
Við leitum að jákvæðri, ábyrgri og áhugasamri manneskju í starf kerfisstjóra í notenda- og útstöðvaþjónustu Advania.
Ef þú hefur brennandi áhuga á tækni, kannt að vinna bæði sjálfstætt og í teymi og býrð yfir framúrskarandi þjónustulund, þá gætir þú verið hin fullkomna viðbót við okkar frábæra hóp!
Um starfið
Kerfisstjóri sinnir fjölbreyttum verkefnum tengdum tæknilausnum fyrir viðskiptavini Advania. Starfið felur í sér bæði fjarvinnslu og reglulegar heimsóknir til viðskiptavina þar sem tæknileg mál eru leyst á staðnum. Verkefnin tengjast meðal annars skýjalausnum, útstöðvum, símalausnum og öðrum almennum upplýsingatæknivandamálum sem viðskiptavinir standa frammi fyrir.
Við leitum að einstaklingi sem
- Er tæknilega sinnað/ur og fljót/ur að tileinka sér nýja hluti
- Þrífst í umhverfi þar sem skilvirkni og sjálfstæði eru lykilatriði
- Býr yfir góðri þekkingu á upplýsingatækni
- Hefur vottun á sviði Microsoft – það er kostur, en ekki skilyrði
Hæfnikröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og vilji til að fara fram úr væntingum viðskiptavina
- Reynsla og góð þekking á upplýsingatækni
- Öguð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
- Reynsla af rekstri IT kerfa fyrirtækja er kostur
- Góð þekking á Microsoft Windows stýrikerfinu, Microsoft 365 og öðrum algengum notendahugbúnaði
- Þekking á Active Directory og Microsoft Server kostur
- Vottuð þekking á sviði ofangreindra Microsoft lausna er kostur
Við hvetjum öll kyn til að sækja um hjá okkur. Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að.
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 11. nóvember 2025
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Franz Viktor Kjartansson, deildarstjóri User & Endpoint, [email protected] / s. 440 9000.
Íslenska
Enska










