
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Sérfræðingur í öryggi net- og upplýsingakerfa
Rekstrarlausnir Advania leitar að hæfileikaríkum og metnaðarfullum sérfræðingi í öryggi net- og upplýsingakerfa. Ef þú brennur fyrir öryggismálum og hefur reynslu af greiningu og viðbrögðum við öryggisatvikum, þá viljum við heyra frá þér!
Deildin er skipuð fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mismunandi tæknilegar áherslur, sem sinna verkefnum tengdum Azure, Microsoft 365 og öryggismálum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd greininga á ógnunum og veikleikum í upplýsingatækni umhverfum viðskiptavina Advania.
- Skýrslugerð um stöðu öryggismála ásamt áætlanagerð fyrir umbótaverkefni.
- Innleiðing og viðhald öryggisráðstafana.
- Eftirlit og viðbragð við öryggisatvikum.
- Þjálfun og fræðsla til endanotenda og samstarfsfólks í öryggismálum.
- Lausnamiðuð ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini og stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- 5+ ára reynsla af starfi við netöryggi.
- 8+ ára reynsla af starfi í kerfisstjórnun eða tengdu fagi.
- Vottuð þekking eða nám tengt starfinu.
- Þekking á Microsoft 365 XDR
- Þekking á Microsoft 365, Windows og Windows Server
- Færni í notkun greiningartækja (t.d. SIEM)
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og vinna eftir ferlum
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
- Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun
Auglýsing birt7. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)