Sessor
Sessor
Sessor

Sérfræðingur í rekstrar og tækniþjónustu

Sessor leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og nákvæmum einstaklingi í starf sérfræðings í rekstrar og tækniþjónustu fyrir viðskiptavini félagsins. Starfið er á sviði rekstrarlausna félagsins þar sem við höfum brennandi áhuga á tækni og nýsköpun.

Hlutverk rekstrarlausna er að aðstoða rekstraraðila við að ná betri árangri í rekstri með fullnýtingu á tæknilegum lausnum.

Við leitum jafnt að sterkum leiðtoga sem vill taka þátt í mótun þjónustunnar og þróun verkefna, sem og hæfum sérfræðingi sem brennur fyrir því að bæta rekstur viðskiptavina með tækni.

Við getum boðið fjölbreytt verkefni á spennandi vinnustað sem er í stöðugri þróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýring þjónustu, verkefna og umbóta.
  • Dagleg þjónusta og stuðningur við notendur.
  • Móttaka og eftirfylgni með tilkynningum frá kerfum.
  • Móttaka og eftirfylgni með meldingum frá afritunarkerfum.
  • Notendaumsýsla, þar með talið stofnun, breytingar og lokun aðganga við nýráðningar og starfslok.
  • Umsýsla með Microsoft 365, þar á meðal leyfisstýring og almenn rekstrarumsjón.
  • Afritunartaka og endurheimt gagna úr Microsoft 365 ásamt annarri afritun og endurheimt gagna eftir þörfum.
  • Umsýsla með öryggi notenda, tækja og gagna í samráði við þjónustukaupa.
  • Uppsetning, viðhald og stillingar tölvubúnaðar og hugbúnaðar.
  • Umsjón með tækjum, þar á meðal skráning, uppfærsla og endurnýjun.
  • Eftirlit með frammistöðu kerfa og búnaðar, með tilkynningum og úrbótum eftir þörfum.
  • Samskipti við birgja vegna tæknimála, þjónustubeiðna og viðhalds.
  • Rekstur og þjónusta á eftirlits- og uppfærslukerfum.
  • Tilfallandi verkefni á sviði rekstrar og tæknilegs stuðnings.
  • Mótun tækniumhverfis og vöruþróun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla af upplýsingatækni, vilji til að læra.
  • Reynsla og þekking af rekstri tölvukerfa með áherslu á Microsoft umhverfi.
  • Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi.
  • Öguð vinnubrögð og ánægja af teymisvinnu.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur4. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturvör 30C, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SjálfvirknivæðingPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar