
Sessor
Sessor er óháð ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni, fjármála og rekstrar. Við sérhæfum okkur í að móta heildarlausnir sem tengja saman rekstur, tækni og fjármál með það að markmiði að auka sjálfvirkni, bæta öryggi, hagræða ferlum og lækka heildarkostnað.
Við vinnum í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar til að styrkja lykilþætti rekstrar og ná fram raunverulegum árangri. Með djúpri þekkingu á samspili tækni, fólks og ferla hjálpum við fyrirtækjum að hámarka nýtingu tæknilegra lausna, auka afköst og fá skýrari yfirsýn yfir reksturinn.
Árangurinn byggir á öflugu teymi Sessor þar sem sérfræðiþekking og lausnamiðuð hugsun fara saman. Í hverju skrefi höfum við hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi og vinnum að lausnum sem styðja bæði daglegan rekstur og framtíðarsýn fyrirtækisins.
VERTU LEIÐANDI MEÐ OKKUR
Við erum alltaf að leita að öflugum einstaklingum í hópinn. Ef þú hefur ástríðu fyrir tækni, rekstri og lausnamiðaðri hugsun, hvetjum við þig til að hafa samband á [email protected].

Sérfræðingur í rekstrar og tækniþjónustu
Sessor leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og nákvæmum einstaklingi í starf sérfræðings í rekstrar og tækniþjónustu fyrir viðskiptavini félagsins. Starfið er á sviði rekstrarlausna félagsins þar sem við höfum brennandi áhuga á tækni og nýsköpun.
Hlutverk rekstrarlausna er að aðstoða rekstraraðila við að ná betri árangri í rekstri með fullnýtingu á tæknilegum lausnum.
Við leitum jafnt að sterkum leiðtoga sem vill taka þátt í mótun þjónustunnar og þróun verkefna, sem og hæfum sérfræðingi sem brennur fyrir því að bæta rekstur viðskiptavina með tækni.
Við getum boðið fjölbreytt verkefni á spennandi vinnustað sem er í stöðugri þróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring þjónustu, verkefna og umbóta.
- Dagleg þjónusta og stuðningur við notendur.
- Móttaka og eftirfylgni með tilkynningum frá kerfum.
- Móttaka og eftirfylgni með meldingum frá afritunarkerfum.
- Notendaumsýsla, þar með talið stofnun, breytingar og lokun aðganga við nýráðningar og starfslok.
- Umsýsla með Microsoft 365, þar á meðal leyfisstýring og almenn rekstrarumsjón.
- Afritunartaka og endurheimt gagna úr Microsoft 365 ásamt annarri afritun og endurheimt gagna eftir þörfum.
- Umsýsla með öryggi notenda, tækja og gagna í samráði við þjónustukaupa.
- Uppsetning, viðhald og stillingar tölvubúnaðar og hugbúnaðar.
- Umsjón með tækjum, þar á meðal skráning, uppfærsla og endurnýjun.
- Eftirlit með frammistöðu kerfa og búnaðar, með tilkynningum og úrbótum eftir þörfum.
- Samskipti við birgja vegna tæknimála, þjónustubeiðna og viðhalds.
- Rekstur og þjónusta á eftirlits- og uppfærslukerfum.
- Tilfallandi verkefni á sviði rekstrar og tæknilegs stuðnings.
- Mótun tækniumhverfis og vöruþróun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla af upplýsingatækni, vilji til að læra.
- Reynsla og þekking af rekstri tölvukerfa með áherslu á Microsoft umhverfi.
- Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi.
- Öguð vinnubrögð og ánægja af teymisvinnu.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur4. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 30C, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiAzureDrifkrafturFagmennskaFljót/ur að læraFrumkvæðiGervigreindHeiðarleikiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiJákvæðniKerfishönnunLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiMetnaðurNákvæmniNýjungagirniÖkuréttindiReyklausSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSjálfvirknivæðingSkipulagStundvísiVandvirkniVeiplausVinna undir álagiWindowsÞjónustulundÞolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Kerfisstjóri
Tindar-Tæknilausnir

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Datacenter Customer Support Technician
Verne Global ehf

Kerfisstjóri í notendaþjónustu á Sauðárkrók
Advania

Wise leitar að sérfræðingi í fjarþjónustu
Wise lausnir ehf.

Sérfræðingur í Linux og reikniklösum
Íslensk erfðagreining

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

Rafvirki / rafeindavirki
Leiðni slf

Sérfræðingur í öryggi net- og upplýsingakerfa
Advania

DevOps Engineer
CookieHub