

Wise leitar að sérfræðingi í fjarþjónustu
Ert þú að leita að spennandi tækifæri þar sem þú getur nýtt tæknikunnáttu þína og samskiptahæfni til að hafa raunveruleg áhrif? Wise er að bæta við sig sérfræðingi í fjarþjónustu í öflugt og samheldið teymi sem veitir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina. Við leitum að lausnamiðuðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur áhuga á stafrænni umbreytingu og þrífst í ört vaxandi tækniumhverfi.
Þetta er frábært tækifæri fyrir einstakling sem vill læra og vaxa í starfi – hjá Wise eru möguleikarnir endalausir fyrir þá sem sýna frumkvæði og áhuga á þróun.
-
Tæknileg aðstoð í þjónustuveri Wise
-
Utanumhald og skipulag verkbeiðna
-
Þjónusta og uppsetning á viðskiptakerfum fyrir viðskiptavini
-
Uppsetningar á útstöðvum viðskiptavina
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
-
Grunnþekking í Microsoft 365 svítunni (t.d. Outlook, Teams, SharePoint, OneDrive)
-
Kunnátta eða skilningur á Active Directory
-
Þekking og reynsla af Microsoft Dynamics Business Central er kostur
-
Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni
-
Bílpróf er kostur þar sem verkefnin eru fjölbreytt og geta starfsmenn þurft að fara á vettvang.
Íslenska
Enska










