

Söluráðgjafi netlausna
Advania leitar að tæknilega þenkjandi einstaklingi í starf söluráðgjafa á sviði netlausna. Netið er ekki bara tenging við internetið, það er grunnstoð í rekstri fyrirtækja, öryggi gagna og aðgengi að innviðum. Með tilkomu gervigreindar, IoT og sjálfvirkni eru að opnast möguleikar til að bæta yfirsýn og upplifun á tækniumhverfi sem aldrei fyrr. Við hjá Advania erum leiðandi í þessum lausnum – og nú leitum við að þér í okkar lið!
Í Hlutverki söluráðgjafa er leitað að aðila sem verður lykill að því að:
- veita sérfræðiráðgjöf og lausnir sem henta þörfum viðskiptavina,
- byggja upp traust og langtímasambönd,
- vinna náið með öðrum sérfræðingum Advania og samstarfsaðilum eins og Cisco, Fortinet og Juniper.
Hluti af öflugu teymi með áratuga reynslu, þar sem þekking, samvinna og nýsköpun eru í forgrunni.
Helstu verkefni eru meðal annars:
- Söluráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina.
- Greining á tækniumhverfi og tillögur að umbótum.
- Undirbúningur og kynningar.
- Tilboðsgerð og eftirfylgni.
- Virkt samstarf við sérfræðinga og birgja.
Ef þú ert með þessa eiginleika, þá erum við að leita að þér
- Sterk þekking á upplýsingatækni, sérstaklega netkerfum og innviðum.
- Reynsla af ráðgjöf, sölu og hönnun tæknilausna.
- Frumkvæði, skipulag og góð samskiptahæfni.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
- Menntun sem nýtist í starfi.
Ertu ástríðufullur sérfræðingur sem vill sameina tækni, ráðgjöf, sölu og þjónustu
Þá hvetjum við þig til að sækja um og taka þátt í að móta tækniumhverfi framtíðarinnar með okkur.
Íslenska
Enska










