HljóðX
HljóðX
HljóðX

Tæknimaður HljóðX lausna

HljóðX leitar að tæknimanni í HljóðX Lausnir
HljóðX er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í hljóð-, mynd- og ljóslausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir, tónleika og menningarviðburði.

Við leitum nú að öflugum og áhugasömum einstaklingi í teymið okkar í HljóðX Lausnum, sem sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og þjónustu á kerfum frá JBL, BSS, AMX, Martin og fleiri heimsþekktum framleiðendum.

Starfið felur í sér uppsetningu, tengingar og prófanir á hljóð-, mynd- og stýrikerfum, bæði í nýjum verkefnum og við þjónustu á eldri kerfum. Auk þess felst í starfinu vinna við tilboðsgerð og almenn umsjón verkefna

Viðkomandi vinnur í nánu samstarfi við reynslumikið tækniteymi og tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum.

Hæfniskröfur:

  • Menntun í rafeindavirkjun, rafvirkjun eða skyldu fagi er stór kostur
  • Reynsla af uppsetningu hljóðbúnaðar
  • Almenn þekking á netkerfum og stýringum er æskileg
  • Sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Bílpróf er skilyrði

Við bjóðum:

  • Fjölbreytt og margvísleg verkefni í spennandi umhverfi
  • Tækifæri til að vinna með nýjustu lausnum í faglegu teymi
  • Gott vinnuumhverfi og raunveruleg tækifæri til að þróast í starfi

Ef þú hefur áhuga á tækni, hljóði og skapandi lausnum – þá viljum við heyra frá þér!

Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Drangahraun 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RafeindavirkjunPathCreated with Sketch.Rafvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar