
Origo ehf.
Forskot á framtíðina.
Tilgangur Origo er að skapa öruggt forskot með tækni og hugviti.
Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks með sérþekkingu sem gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar ráðgjöf og þjónustu til að ná árangri í sinni starfsemi. Við snertum með starfsemi okkar marga mismunandi þætti samfélagsins, fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum upp á öflugt lausnaframboð, allt frá stafrænni umbreytingu, kerfisrekstri og þjónustu í upplýsingaöryggi og viðskiptalausnum. Við bjóðum enn fremur upp á sérhæfðara lausnaframboð fyrir mannauðsdeildir og orkugeirann.
Við tengjum saman fólk, hugmyndir og tækni til að færa samfélagið áfram.
Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram.
Saman breytum við leiknum!

Ert þú sérfræðingur í tæknimálum?
Við leitum að þjónustulundaðri manneskju, sem er hress og metnaðarfull, til að sinna fjölbreyttum verkefnum ásamt öflugu teymi tæknifólks í Rekstrarþjónustu Origo. Viðkomandi þarf að geta tileinkað sér nýjungar og vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni í hröðu og síbreytilegu umhverfi. Hlutverk sérfræðings er að aðstoða viðskiptavini Origo við tæknilegar áskoranir bæði í fjarþjónustu og/eða vettvangsþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn tæknileg notendaþjónusta
- Móttaka, greining og úrlausn vandamála
- Uppsetningar á tölvu- og prentbúnaði
- Þátttaka í hópavinnu innan og milli deilda
- Samvinna með kerfisstjórum og öðru tæknifólki
- Þátttaka í innleiðingum og sérverkefnum
- Samskipti við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund
- Góðir samskiptaeiginleikar
- Skipulagshæfni og útsjónarsemi
- Góð þekking á virkni tölva
- Góð þekking á Windows stýrikerfum
- MacOS og Linux þekking er kostur
- Reynsla af helstu snjalltækjum, Android og iOS
- Menntun sem nýtist í starfi og tæknilegar vottanir t.d. Microsoft gráður, eru kostur en ekki nauðsynlegt.
Fríðindi í starfi
- Framúrskarandi vinnuaðstaða
- Líkamsrækt og æðislegt mötuneyti
- Öflugt félagslíf og mikill sveigjanleiki
- Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.
- Frábær velferðar-og heilsustefna
Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur20. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaAndroidFrumkvæðiHreint sakavottorðiOSJákvæðniLinuxMac OSSamviskusemiSkipulagWindowsÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur á Úrræða- og þjónustusviði VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Kerfisstjóri í notenda- og útstöðvaþjónustu
Advania

Kerfisstjóri
Tindar-Tæknilausnir

Sérfræðingur í rekstrar og tækniþjónustu
Sessor

Wise leitar að sérfræðingi í fjarþjónustu
Wise lausnir ehf.

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

IT Support Specialist
Rapyd Europe hf.

Sérfræðingur í öryggi net- og upplýsingakerfa
Advania

Launafulltrúi
Skattur & bókhald

Uppgjörsaðili
Skattur & bókhald

Bókari
Skattur & bókhald

DevOps Engineer
CookieHub