
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Sérfræðingur á Úrræða- og þjónustusviði VIRK
VIRK óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn sérfræðing í fullt starf á Úrræða- og þjónustusviði. Starfið felur í sér víðtækt samstarf við þjónustuaðila og frumkvæði í þróun úrræða í starfsendurhæfingu. Um fjölbreytt starf er að ræða með starfsstöð í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Samskipti og þjónusta við þjónustu- og samstarfsaðila innan og utan VIRK
-
Eftirlit og umsýsla með úrræðum og þjónustuaðilum
-
Úrvinnsla, framsetning og miðlun upplýsinga
-
Þátttaka í umbóta- og þróunarverkefnum
-
Samstarf við þverfagleg teymi innan VIRK
-
Svörun fyrirspurna og skráningarvinna í upplýsingakerfi VIRK
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Mjög góð stafræn hæfni og þekking á upplýsingatækni
- Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, metnaður og drifkraftur
- Skipulögð, traust og lausnamiðuð vinnubrögð
- Mjög góð hæfni til að vinna í teymi og sjálfstætt
- Rík kostnaðarvitund
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Byggiðn - Félag byggingamanna auglýsir eftir kjarafulltrúa á skrifstofu félagsins í Reykjavík
Byggiðn- Félag byggingamanna

Bókunarfulltrúi
Iceland Encounter

Bókari
APaL ehf.

Tökumaður & klippari (e.content creator)
Popp Up

Senior Training Specialist / Sérfræðingur í þjálfun og gæðamálum
Alvotech hf

Innkaup
Bílanaust

Fulltrúi á skrifstofu
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Tækniaðstoð og stafrænar lausnir
Atlantik

Liðsauki í skjalavinnslu
Arion banki

Skrifstofustarf með áherslu á bókhald og innheimtu / Hlutastarf
RMK ehf

Aðstoðarmanneskja framkvæmdastjóra
The Tin Can Factory

Sölu og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Sýn