PwC
PwC
PwC

Starf í viðskiptaþjónustu PwC á Selfossi

Ertu öflugur einstaklingur með þekkingu á uppgjörum og bókhaldi?

Við leitum að drífandi bókara til starfa á skrifstofu okkar á Selfossi. Viðkomandi mun starfa við fjölbreytt verkefni fyrir viðskiptavini PwC á Suðurlandi og öðlast dýrmæta reynslu sem partur af sérfræðingateymi PwC. Um er að ræða fullt starf.

Við bjóðum upp á sveigjanleika og tækifæri til að vaxa í starfi. Starfið hentar vel fyrir þau sem langar að öðlast frekari starfsreynslu hjá alþjóðlegu fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla bókhalds og afstemmingar
  • Launavinnsla 
  • Uppgjör
  • Skattframtalsgerð

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla af bókhaldi, uppgjörum, launavinnslu, skattframtalsgerð eða sambærilegum verkefnum.

  • Reynsla af notkun DK viðskiptahugbúnaðar eða Reglu er æskileg

  • Mjög góð almenn tölvukunnátta ásamt metnaði til að ná árangri í starfi.

  • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum

  • Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni

 

Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur13. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 56, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar