Leikskólinn Stakkaborg
Leikskólinn Stakkaborg

Þroskaþjálfi eða starfsmaður með sálfræðimenntun

Þroskaþjálfi eða starfsmaður með sálfræðimenntun óskast til starfa í leikskólanum Stakkaborg. Leikskólinn er staðsettur í Bólstaðahlíð 38 og er í stækkunarferli en verður 5 deilda leikskóli í janúar. Stakkaborg er rótgróinn skóli miðsvæðis í Reykjavík.

Í daglegu starfi er lögð áhersla á flæði og frjálsan leik. Starfið er laust frá janúar 2025. Í starfinu felst að fylgja eftir barni með einhverfu og veita því stuðning í daglegum athöfnum, veita þjálfun og stuðning við barnið inni á deildinni. Þekking á Pecs og TMT er mikill kostur. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi en enginn dagur er eins í leikskólastarfinu. Við erum með flottan starfsmannahóp sem vinnur saman með virðingu, jákvæðni og samvinnu að leiðarljósi. Hér er gott að starfa og viljum við að starfsmenn séu virkir þátttakendur í starfi og stefnu leikskólans.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir. 
  • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og örðum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfaramenntun eða menntun í sálfræði er kostur.
  • Reynsla af sékennslu æskileg.
  • Þekking á Pecs og Tákn með tali.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiputum. 
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. 
  • Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði. 
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika.
  • Frír hádegismatur.
  • Heilsustyrkur.
  • Menningarkort
Auglýsing birt6. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bólstaðarhlíð 38, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar