Deildarstjóri hjá Vinakoti
Vegna aukinna umsvifa þá leitar Vinakot eftir öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna starfi deildarstjóra í nýju búsetuúrræði Vinakots.
Vinakot rekur skammtíma-og langtíma búsetu auk skólaúrræðis fyrir börn og ungmenni með margþættan vanda. Í starfi okkar höfum við að leiðarljósi að skapa börnum og ungmennum öruggt og heimilislegt umhverfi.
Í Vinakoti eru 5 búsetuúrræði þar sem unnið er eftir hugmyndafræðinni tengslamyndandi nálgun og m.a. notað atferlismótandi kerfi sem er sérsniðið að einstaklingnum og byggt um dagskipulag með áherslu á rútínu, virkni og félagsfærniþjálfun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við þjónustunotendur, þjónustukaupendur og fagteymi.
- Er í samskiptum við forráðamenn og aðra lykilaðila er að koma að máli.
- Að sjá um daglegan rekstur og skipulag búsetuúrræðis samkvæmst starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.
- Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu sinnar einingu.
- Tekur þátt í því að þróa og yfirfara verkferla í samráði við fagteymi.
- Stýrir daglegum störfum annara starfsmanna í samráði við framkvæmdarstjóra og fagteymi
- Aðlagar nýja starfsmenn í úrræði sínu í samræmi við vinnulöggjöf, starfsmannastefnu og reglum Vinakots.
- Veitir leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
- Gefur út vaktarplan í sínu úrræði með minnst fjögurra vikna fyrirvara.
- Starfar skv. persónuverndarstefnu og öryggisreglum Vinakots.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er krafa, má þar nefna á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
- Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi.
- Sveigjandleiki og færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og jákvæðni í starfi.
- Hæfni til að takast á vði óvæntar aðstæður.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög.
- 25 ára og eldri.
Fríðindi í starfi
Betri vinnutími og frítt fæði á vinnutíma.
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur23. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Smárahvammur 4, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStarfsmannahald
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Yl, Mývatnssveit
Leikskólinn Ylur
Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli
Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Baug
Baugur
Deildarstjóri í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli
Sérkennsla í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg
Stuðningur barna í leikskólastarfi
Leikskólinn Sjáland
Okkur vantar leikskólakennara í teymið okkar
Arnarsmári
Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Atferlisþjálfi óskast í leikskólann Björtuhlíð í fullt starf
Leikskólinn Bjartahlíð
Umsjónarkennari á miðstigi óskast í frábæran hóp kennara
Kársnesskóli
Forfallakennari - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Skemmtileg hlutastörf í boði í Breiðholti
Frístundamiðstöðin Miðberg