Forfallakennari - Öldutúnsskóli
Öldutúnsskóli auglýsir eftir forfallakennara í 50 – 80% starf.
Í Öldutúnsskóla eru um 630 nemendur í 1. - 10. bekk.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast almenna forfallakennslu í samvinnu við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra
- Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Áhugi og/eða reynsla af kennslu í grunnskóla.
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Stundvísi og samviskusemi
- Mjög góð íslenskukunnátta
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sverrisdóttir skólastjóri, í síma 664-5894, margret.sverrisdottir@oldutunsskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar n.k.
Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.