Leikskólinn Langholt
Leikskólinn Langholt

Sérkennari - Langholt

Við í Langholti óskum eftir metnaðarfullum kennara í sérkennsluteymið okkar.

Langholt er átta deilda leikskóli við Sólheima í Reykjavík og er starfræktur í þremur byggingum.

Gróið umhverfi, nálægð við Laugardalinn og skemmtilegur húsakostur býður upp á spennandi leiðir til þess að mennta og hlúa að fjölbreyttum hópi barna.

Leikskólinn er sterkur hluti af mannlífi í hverfinu enda virðing, gleði og vinátta höfð að leiðarljósi í starfinu. Útinám, læsi og íslenska sem annað mál eru máttarstoðir í daglegu starfi.

Í Langholti leggjum við áherslu á að draumar allra barna geti ræst og að öll börn geti notið sín.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru að vinna í teymi sérkennslunnar og veita þeim börnum sem og deildum stuðning til þess að allir geti notið sín í námi. Skipuleggja starfið og það sem þarf að vinna að hverju sinni í samstarfi við sérkennslustjóra og aðra í sérkennsluteymi. Starfinu fylgir mikil samskipti við foreldra og samstarf um velferð barna.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf kennara

·       Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum

·       Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

·       Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

·       Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

·       Góð íslenskukunnátta

·       Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

 

Fríðindi í starfi

Menningarkort – bókasafnskort

Samgöngustyrkur

Sundkort

36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf

Heilsuræktarstyrkur

Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur6. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólheimar 19, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar