Akureyri
Akureyri
Akureyri

Sumarstörf: Karlar í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk

Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða karlmenn til sumarafleysinga sumarið 2024. Í boði eru fjölbreytt og skemmtileg störf í vaktavinnu, þar sem unnið er á dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Viltu kynnast allskonar fólki og sjá nýjar hliðar á þér í leiðinni? Mæta í vinnuna þar sem enginn dagur er eins og hafa gaman? Störfin okkar eru fjölbreytt og skemmtileg og snúast í grunnin um fólk og samskipti.

Góð liðsheild á starfsstöðvunum okkar spilar stóran þátt í því að láta fólki líða vel og veita góða þjónustu. Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og valdeflingu.

Velferðarsvið sér um að veita fólki fjölbreytta þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk. Lögð er áhersla á að efla og styðja notendur þjónustunnar til sjálfsbjargar og sjálfstæðis. Starfsfólk okkar sinnir ólíkum einstaklingum í fjölbreyttu og skemmtilegu umhverfi:

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styður við fatlað fólk til að lifa sem eðlilegustu lífi. Vinnustaðir eru íbúðakjarnar, íbúðir með þjónustu eða sambýli.
  • Aðstoðar eldri borgara og öryrkja við athafnir daglegs lífs.
  • Styður við fötluð börn og ungmenni sem þurfa tímabundna dvöl í skammtímavistun.
  • Starfar í sumarvistun með fötluðum börnum og aðstoðar þau til að njóta menningar- tómstunda- og félagslífs.
  • Starfar í athvarfinu Laut, fyrir fatlað fólk sem miðar að þátttöku þeirra í félagslífi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfileiki og áhugi á að starfa með fólki.
  • Stundvísi, sveigjanleiki, samviskusemi, góðvild, gagnkvæm virðing og jákvætt viðhorf til fólks.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur og skal tekið fram í umsókn.
  • Geta til að vinna undir álagi og taka sjálfstæðar ákvarðanir.
  • Gott líkamlegt atgervi.
  • Unnið er eftir þjónustuáætlun, þjálfunaráætlun og/eða dagskipulagi.
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð17. apríl 2024
Umsóknarfrestur30. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar