Akureyri
Akureyri
Akureyri

Mannauðsdeild: Mannauðsráðgjafi

Hefur þú þekkingu og reynslu til að takast á við fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála?

Hefur þú áhuga á að starfa í líflegu starfsumhverfi og í samstarfi við öfluga stjórnendur og starfsfólk á vinnustöðum Akureyrarbæjar?

Við gætum verið að leita að þér.

Laus er til umsóknar 100% staða mannauðsráðgjafa hjá mannauðsdeild Akureyrarbæjar. Um er að ræða ótímabundið starf með sveigjanlegan dagvinnutíma og 36 klukkustunda vinnuviku. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi hefji störf 3. september næstkomandi.

Mannauðsdeild er ein tveggja deilda mannauðssviðs ásamt launadeild. Mannauðsráðgjafi er starfsmaður Akureyrarbæjar og starfar í teymi mannauðsdeildar.

Mannauðsteymið sinnir fjölbreyttri ráðgjöf og þróun á sviði mannauðsmála, hefur umsjón með og vinnur að úrlausn og eftirfylgni verkefna í mannauðs- og mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Innan deildarinnar er veitt ráðgjöf og stuðningur í mannauðsmálum, höfð er umsjón með miðlægri fræðslu til stjórnenda, miðlægri nýliðafræðslu starfsmanna, stöðu forvarna- og öryggismála, vinnuslysaskráningum, auglýsingu starfa, umsóknarvef og fræðslugátt, veitt aðstoð og ráðgjöf við ráðningar, annast framkvæmd vinnustaðagreininga ásamt öðrum þeim verkefnum sem tengjast starfsmannaferli sem og þróunarvinnu í mannauðsmálum sem miðar að því að auka árangur með góðum stjórnunarháttum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur aðkomu að og sinnir fjölbreyttum verkefnum á starfssviði deildarinnar.
  • Vinnur að úrlausn og eftirfylgni með verkefnum.
  • Veitir stuðning við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum.
  • Vinnur við ýmsar úttektir og greiningar í tengslum við mannauðsmál.
  • Tekur þátt í gerð, endurskoðun og uppfærslu verkferla í mannauðsmálum.
  • Ýmis þróunarvinna í mannauðsmálum sem miðar að því að efla góð vinnubrögð, auka árangur og ýta undir vellíðan.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (BA/BS/BEd.).
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði, opinberrar stjórnsýslu eða kynjafræði, er kostur.
  • Þekking og starfsreynsla á sviði mannauðsmála er æskileg.
  • Þekking og starfsreynsla af ráðgjöf sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Þekking og starfsreynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.
  • Mjög góð íslenskukunnátta og færni í að setja mál sitt fram á skýran hátt bæði í ræðu og riti.
  • Góð alhliða tölvukunnátta og burðir til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
  • Greiningarhæfni.
  • Færni í framkvæmd og úrvinnslu úttekta/greininga.
  • Færni í miðlun upplýsinga.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í verkefnum.
  • Jákvætt viðhorf, samstarfsvilji og samskiptafærni.
  • Vilji til þekkingarleitar, umbótahugsun og metnaður til að ná árangri í starfi m.t.t. verkefna og þróunar þeirrar þjónustu sem veitt er.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur5. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar