Akureyri
Akureyri
Akureyri

Launadeild: Sérfræðingur

Launadeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða sérfræðing. Um er að ræða 100% tímabundið starf vegna afleysinga til rúmlega eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2024.

Hlutverk launadeildar er launavinnsla og launagreiðslur til starfsmanna Akureyrarbæjar í samræmi við gildandi kjarasamninga, lög, reglur og samþykktir Akureyrarbæjar. Veitt er miðlæg þjónusta við stjórnendur og launþega, upplýsingagjöf og ráðgjöf til starfsmanna og stjórnenda, kennsla og þjálfun stjórnenda, eftirlit, túlkun og framkvæmd kjarasamninga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla.
  • Upplýsingagjöf til stjórnenda og launþega varðandi kjaratengd mál.
  • Útreikningar á réttindum starfsmanna skv. kjarasamningum.
  • Eftirfylgni með framkvæmd kjarasamninga og verklagsreglna.
  • Teymis- og umbótavinna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi.
  • Nýleg reynsla af launavinnslu og/eða bókhaldi æskileg.
  • Nýleg reynsla af skrifstofustörfum æskileg.
  • Þekking á kjarasamningum sveitarfélaga kostur.
  • Þekking og reynsla af Vinnustund kostur.
  • Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfinu OneSystems eða sambærilegu kerfi kostur.
  • Hæfni til að leiðbeina og miðla upplýsingum bæði munnlega og skriflega.
  • Mjög góð tölvukunnátta.
  • Geta og vilji til að tileinka sér nýjungar.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Samstarfsvilji og samskiptafærni.
  • Færni til að vinna undir álagi og tímapressu.
  • Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð23. apríl 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar