Akureyri
Akureyri
Akureyri

Kennari í myndmennt og smíði í Hlíðarskóla

Í Hlíðarskóla er laust til umsóknar 100% ótímabundið starf kennara í smíðum og myndmennt. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2024. Leitað er að kennara sem hefur yfir að ráða kunnáttu til kennslu í smíðum og myndlist, þekkingu til að efla skapandi listir í skólanum og kenna á sem þverfaglegastan hátt til að tengja aðrar greinar saman.

Vegna hlutlægra þátta sem tengjast starfinu í samræmi við 26. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er að þessu sinni sérstaklega óskað eftir karlmanni í starfið.

Hlíðarskóli er lítill sérskóli fyrir nemendur með hegðunar- og aðlögunarvanda, félags- og tilfinningaleg vandamál og fjölskyldur þeirra. Staðsetning skólans er einstök en hann er staðsettur í Skjaldarvík, 5 km norðan Akureyrar og hefur markað sér umhverfisstefnu með áherslu á umhverfismennt og útinám þar sem nánasta umhverfi skólans er nýtt eins og kostur er. Kennarar fá frelsi og stuðning til að fara ótroðnar slóðir og hugsa út fyrir kassann þegar kemur að uppsetningu náms og kennsluaðferðum. Í Hlíðarskóla er mikil áhersla lögð á samvinnu starfsfólks og foreldra og vellíðan og framfarir nemenda.

Hér er einstakt tækifæri til að starfa í fámennum skóla þar sem kennt er í litlum hópum til að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur námslega

Leiðarljós: Jákvæð afstaða til manneskjunnar og tiltrú á getu hennar til breytinga og þróunar þar sem leitast skal við að byggja á styrk hvers og eins.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.hlidarskoli.is

Við leitum að kennara með mikinn metnað sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn, foreldra og stjórnanda skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennari sinnir kennslu nemenda í samstarfi og samvinnu við aðra starfsmenn skólans og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart skólastjóra.
  • Umsjónarmaður með „fluginu“ sem eru valgreinar skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er æskileg, sérstaklega smíða og myndmenntakennslu.
  • Reynsla af vinnu með börnum í vanda æskileg.
  • Geta til að kenna skapandi listir og nýta tækni til að efla nám nemenda.
  • Vald á fjölbreyttum kennsluaðferðum sem taka mið af mismunandi þörfum, áhuga og getu nemenda.
  • Áhugi og metnaður fyrir að vinna að og framfylgja stefnu skólans.
  • Góð þekking á kennslu- og uppeldisfræði.
  • Frumkvæði og samstarfsvilji.
  • Geta og vilji til að starfa í teymi með öðrum kennurum.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og hæfni í samskiptum.
  • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi.
  • Reglusemi, stundvísi og samviskusemi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skjaldarvík lóð 1, 601 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar