Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Lögfræðingur

Samgöngustofa leitar að öflugum lögfræðingi í lögfræðideild stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur lagafrumvarpa og reglugerða, ásamt þátttöku í vinnu við innleiðingu reglugerða Evrópusambandsins á sviði samgöngumála, í samvinnu við innviðaráðuneytið.

  • Almenn lögfræðileg aðstoð við sérfræðinga stofnunarinnar.

  • Skrif álitsgerða og framsetning lögfræðilegs efnis í riti og á vef.

  • Svar almennra lagalegra fyrirspurna á starfssviði Samgöngustofu.

  • Samskipti við innlend stjórnvöld og hagsmunaaðila.

  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaranám í lögfræði.

  • Haldgóð reynsla eða þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.

  • Reynsla eða þekking á Evrópurétti, Þjóðarétti og EES-samningnum er æskileg.

  • Reynsla og þekking á regluverki samgöngumála er kostur.

  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli nauðsynlegt.

  • Góð færni í einu Norðurlandamáli æskileg.

  • Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.

  • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun.

  • Góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.Lögmaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar