Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í viðbragðsteymi

Starfsfólk óskast til starfa í viðbragðsteymi heimaþjónustu. Um er að ræða hlutastörf í dagvinnu með sveigjanlegum vinnutíma og er ráðningartímabil samkomulag.

Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla-og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna tiltekt og þrifum á heimilum þar sem veruleg þörf er á og áður en almenn félagsleg heimaþjónusta hefst.
  • Veita félagslegan stuðning og hvatningu er varðar umhirðu heimilis og/eða perónulega umhirðu. Ásamt því að styðja notenda til að þiggja almenna félagsþjónustu. Vinnan byggir á reglulegum samskiptum við þjónustumiðstöðvar og/eða aðra þá sem koma að málum notenda.
  • Starfsfólk vinnur á heimilum notenda þar sem mikil þörf er á aðstoð og geta notendur átt við geðræn veikindi og/eða fíknivanda að stríða. Mikilvægt er að viðkomandi treysti sér í að sinna verkefnum inni á heimilum við krefjandi aðstæður.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskunnátta á stigi B1-C1, samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
  • Gilt ökuleyfi
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Umburðarlyndi og virðing fyrir manneskjunni í hvaða aðstæðum sem er.
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Dugnaður og gott verkvit.
  • Reynsla af krefjandi verkefnum í félagslegri heimaþjónustu eða umönnun kostur
  • Reynsla af vinnu með fólki í fíknivanda kostur.
Fríðindi í starfi
  • Sund og menningarkort
  • Heilsustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar