Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri í íbúðakjarna í Einarsnesi

Við í búsetukjarnanum í Einarsnesi 62A leitum að öflugum og framsæknum einstakling til liðs við okkur í fullt starf út árið með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Deildarstjóri vinnur að verkefnum sem krefjast sérþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningasamning samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018.

Í Einarsnesi er unnið eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og einstaklingsáætlunum. Auk þess vinnum við að því að hámarka virkni og færni íbúa. Deildarstjóri leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild og stuðla að einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum í þágu þjónustunotenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra og hafa umsjón með daglegri þjónustu við íbúa
  • Vinna með íbúum með einstaklingsmiðaðri nálgun
  • Hafa yfirsýn yfir verklag auk ábyrgðar á daglegri starfsemi
  • Veita leiðsögn og taka virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf
  • Stýra daglegum störfum starfsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
  • Góð skipulags- og samskipafærni
  • Áhugi á málefnum fólks með fötlun
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Þekking og reynsla af starfi með fötluðum
  • Góð íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
  • Sund- og menningarkort
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Einarsnes 62A, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar