Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Mjódd

Heilsugæslan Mjódd leitar að hjúkrunarfræðingi í 80-100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem eru tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífelldri þróun. Heilsugæslan Mjódd leggur áherslu á góða samvinnu fagstétta og er stöðin staðsett miðsvæðis og stutt í góðar samgöngur.

Á Heilsugæslunni eru starfandi hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sérfræðingar í heimilislækningum, hreyfistjóri, sjúkraliði, næringarfræðingur ásamt sálfræðingum og riturum. HH Mjódd er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið er opin móttaka ásamt því að sinna öðrum verkefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk hverju sinni.

Í opinni móttöku sinna hjúkrunarfræðingar bráðaerindum, bókuðum tímum og símaráðgjöf ásamt að svara Heilsuveruskilaboðum. Verkefni hjúkrunarfræðinga í opinni móttöku eru fjölbreytt en þar má t.d nefna sárameðferð, lyfjagjafir af ýmsu tagi, ráðgjöf til skjólstæðinga og eftirlit.

Fríðindi í starfi
 • Stytting vinnuvikunnar
 • Heilsustyrkur
 • Samgöngustyrkur
 • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun kostur
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Faglegur metnaður
 • Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
 • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
 • Frumkvæði og geta starfað sjálfstætt
 • Góð íslenskukunnátta
 • Góð almenn tölvukunnátt
Auglýsing stofnuð15. maí 2024
Umsóknarfrestur5. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Þönglabakki 6, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar