Sumarstörf í inn- og útflutningi á Keflavíkurflugvelli
Icelandair óskar eftir að ráða til sín sjálfstæða og lausnamiðaða einstaklinga í Inn og Útflutningsstörf á skrifstofu Icelandair í Keflavík. Viðkomandi mun starfa með frábæru þjónustuteymi fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli.
Um er að ræða lifandi og krefjandi störf við undirbúning og afgreiðslu flugsendinga í leiðarkerfi Icelandair þar sem reynir á skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi í fjölbreyttum verkefnum. Möguleiki er á framlengingu starfs eftir sumarið.
Við leitum að einstaklingum í útflutning sem koma til með að starfa bæði á dag og næturvöktum frá 06:00-18:00 og 18:00-06:00 í 5-5-4 vaktakerfi.
Í innflutningi er eingöngu unnið á dagvöktum frá 05:30-17:30 og einnig í 5-5-4 vaktakerfi.
Starfssvið:
- Umsjón og úrvinnsla á vörusendinum milli landa
- Samskipti við viðskipatavini
- Aðstoð við afgreiðslu
- Þjónusta í síma og bókanir sendinga
- Móttaka á hættulegum varningi (Dangerous Goods)
- Skjalavarsla og frágangur við tollakerfi
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur:
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samkiptahæfileikar
- Jákvæðni, frumkvæði og rík þjónustulund
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg
- Góð tölvufærni
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar nk. áhugasamir sendi inn umsókn ásamt ferilskrá
Nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Steinarsson, Vaktstjóri Cargo Office, [email protected]
Arnar Snær Pétursson, Deildarstjóri, [email protected]