Áltak
Áltak
Áltak

Starfsmaður í steypumótaleigu

Áltak er leiðandi í sölu utanhússklæðninga, kerfislofta og sérlausna í byggingaiðnaði. Fyrirtækið byggir á samhentu og jákvæðu starfsfólki sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.

Áltak býður einnig upp á heildarlausnir í steypumótum og hefur til sölu eða leigu allt sem til þarf í uppsteypu.

Mótin koma frá fyrirtækinu Doka og fæst allt sem þarf í kerfismót, bogamót og bitamót.

Vegna aukinna verkefna og umsvifa viljum við bæta við okkar frábæra hóp.

Við leitum við að kraftmiklum og duglegum einstakling/um til starfa í steypumótaleigu. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið í sérútbúnu húsnæði mótaleigu.

Vinnutími er frá klukkan 8-17 og um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og móttaka á steypumótum
  • Þrif og frágangur móta
  • Önnur tilfallandi störf innan mótaleigu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Lyftarapróf er æskilegt
  • Þekking á uppsteypu og steypumótum kostur 
  • Líkamlegt hreysti og úthald/ starfið er líkamlega krefjandi
  • Reynsla í byggingarstörfum kostur
  • Góð samskiptahæfni 
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Öflugt félagslíf og virkt starfsmannafélag
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur21. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fossaleynir 8, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.LyftaraprófPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar