IKEA
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.
Hópstjóri lyftara
Birgðasvið leitar af einstakling til að leiða lyftarateymi IKEA.
Hópstjóri lyftara er virkur meðlimur í teyminu, hann sér um að samstarfsfólk fái nauðsynlega þjálfun og ábyrgist að verkefni klárist á tilsettum tíma í samræmi við verkferla. Starfið felur í sér ábyrgð á gámalosun, áfyllingu á lager og skipulagi sölustaðasetninga á lager. Hópstjóri tryggir vöruflæði með upplifun viðskiptavina í huga ásamt öðrum verkefnum sem til falla.
Vinnutími er alla virka daga milli kl. 8-16.
Hæfniskröfur:
- Reynsla að leiða hóp
- Lyftararéttindi, bílfpróf og reynsla af störfum á lyftara er kostur
- Almenn tölvuþekking
- Hæfileiki til að forgangsraða og skipuleggja verkefni
- Góð samskiptafærni og jákvæðni
- Góð enskukunnátta
- Talnagleggni
Fríðindi í starfi:
- Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota.
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
- Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið, radningar@IKEA.is
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
LeiðtogahæfniSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf
Meiraprófsbílstjóri CE og starfsmaður á útisvæði / CE driver
Einingaverksmiðjan
Verkstjórar byggingaframkvæmda
GG Verk ehf
Lager og afgreiðslustjóri
Borgarplast hf
Spennandi sumarstörf ungmenna á aflstöðvum
Landsvirkjun
Lager – öflugur starfsmaður - framtíðarstarf
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar
Starfsmaður í steypumótaleigu
Áltak
Verkstjóri vélaverkstæðis - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær
Suðumaður / verkamaður
Stólpi smiðja
Akstursstjóri hjá Samskipum
Samskip
Þjónustufulltrúi í vöruhús Áltaks
Áltak