
Akraborg ehf.
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg var stofnuð á Akranesi árið 1989. Í rúm 20 ár hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.
Fyrirtækið gekk á síðastliðnum árum gegnum mikið endurnýjunarferli og útlitsbreytingu og hlaut að því tilefni nýtt nafn og nýtt merki, Akraborg (kennitala hélst óbreytt). Merki Akraborgar vísar til verksmiðju sem staðsett er við og vinnur úr hafinu en rauði liturinn stendur fyrir þann eldmóð og kraft sem í starfsfólkinu býr.
Hjá Akraborg starfa í dag um 37 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorsklifur eru aðrar vörutegundir s.s.þorsklifarapaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.
Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið.
Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim s.s. Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.
Akraborg hefur MSC rekjanleikavottun fyrir Atlantshafs þorsk. C-TUN-1008.
Akraborg kaupir þorsklifur, skötuselslifur og annað hráefni hringinn í kringum landið af smábátum, útgerðum, fiskvinnslum og slægingarstöðvum. Hráefnið kaupum við á staðnum og borgum flutningskostnað á Akranes.

Starfsmaður í gæðaeftirlit
Akraborg er leiðandi í framleiðslu á hágæða matvælum og gæludýraafurðum. Við erum að leita eftir öflugum starfskrafti gæðateymið okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjá um daglegt eftirlit með framleiðslu og pökkun.
- Sjá um daglegar gæðaskráningar og skjölun.
- Tryggja að gæðastöðlum sé fylgt.
- Sannprófa að ferlar virki og þrif séu samkvæmt stöðlum.
- Koma að þjálfun starfsfólks í gæðamálum.
- Hefur forgöngu um úrlausn gæðavandamála og frávika og vinnur að úrbótum Koma með tillögur að úrbótum á sviði gæðamála.
- Kemur að hönnun, innleiðingu og þjálfun á nýju gæðaskráningarkerfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og reynsla af gæðamálum.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, mikið frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Jákvætt viðhorf, þjónustulund og lipurð í samskiptum.
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt19. mars 2025
Umsóknarfrestur1. apríl 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Nauðsyn
Staðsetning
Kalmansvellir 6, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

QC Analytical Testing - Scientist
Alvotech hf

Almennur starfsmaður
Akraborg ehf.

Öryggis- og gæðastjóri
Sjúkratryggingar Íslands

Framtíðarstarf í Fiskeldi
Stolt Sea Farm Iceland hf

QC Analyst
Algalíf Iceland ehf.

QA Specialist
Algalíf Iceland ehf.

Sérfræðingur í öryggis- og gæðadeild
Landhelgisgæsla Íslands

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Alvotech Akademían Quality Control
Alvotech hf

Pharmaceutical drug development
Akthelia Pharmaceuticals

Sumarstörf 2025 - Framúrskarandi háskólanemar
Hafrannsóknastofnun

Sumarstarf í seiðaeldi
Samherji fiskeldi ehf.