Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingur í öryggis- og gæðadeild

Landhelgisgæsla Íslands leitar að metnaðarfullum, nákvæmum og kraftmiklum einstaklingi til starfa í gæða- og öryggisdeild.

Viðkomandi kemur til með að taka þátt í að sjá um gæða- og öryggiskerfi stofnunarinnar með megináherslu á gæðakerfi flugdeildar og flugtæknideildar. Viðkomandi mun einnig vera gæða- og öryggisstjóra innan handar við önnur tilfallandi verkefni. Um dagvinnustarf er að ræða með starfsstöð í Reykjavík.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

· Dagleg umsjón með úttektum samkvæmt verkferlum og reglugerðum, sér í lagi á flugrekstrar- og flugtæknisviði

· Aðstoð við rekstur öryggisstjórnunarkerfis og öryggisnefnda Landhelgisgæslunnar

· Þátttaka við gerð og þróun gæðahandbóka og verkferla

· Aðstoð við rannsókn atvika og eftirfylgni gæðafrávika

· Vinnsla áhættumata og þátttaka í neyðarstjórnun eftir atvikum

· Samskipti, aðstoð og leiðbeiningar við notendur gæðakerfa Landhelgisgæslunnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Menntun sem nýtist í starfi, s.s. í flugrekstri, viðhaldi loftfara, gæðastjórnun, öryggisstjórnun eða sambærilegu

· Þekking og reynsla af flugöryggis- og/eða viðhaldsstöðlum ásamt reglugerðum á því sviði sem og verklagi við innleiðingu og viðhald þeirra

· Reynsla af framkvæmd úttekta og eftirliti með flugrekstri, starfrækslu og/eða viðhaldi loftfara er æskileg

· Framúrskarandi skipulags-, samskipta- og samstarfshæfileikar ásamt leiðtogahæfni og heiðarleika

· Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð

· Mjög góð almenn tölvufærni

· Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.


Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar