
Jarðboranir
Jarðboranir er leiðandi fyrirtæki í borunum eftir jarðvarma og hefur margra áratuga reynslu af borunum í háhita og lághita. Félagið starfar bæði innlands og erlendis og er heildarfjöldi starfsmanna í dag um 130 manns.

Öryggis og umhverfisfulltrúi
Hefur þú brennandi áhuga á öryggismálum?
Jarðboranir leita að öflugum aðila til að sinna starfi öryggis- og umhverfisfulltrúa við borframkvæmdir. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf á framkvæmdasvæðum við djúpboranir eftir jarðhita.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu hlutverk öryggis- og umhverfisfulltrúa eru eftirfarandi:
- Umsjón með öryggis- og umhverfismálum á borstað.
- Stuðla að öruggu starfsumhverfi og sjá til þess að öll verk séu unnin í samræmi við verklagsreglur félagsins.
- Framkvæmd á ÖHU úttektum.
- Miðlun upplýsinga á daglegum vaktaskiptafundum og vikulegum fundum með verkkaupa.
- Skráning slysa- og atvikatilkynninga auk þátttöku í gerð atvikaskýrsla.
- Vera leiðandi og hvetjandi í öryggis- og umhverfismálum á borstað.
- Öryggis- og umhverfisfulltrúi vinnur náið með Gæða-, öryggis-, og umhverfisstjóra Jarðborana, verkefnastjórum og verkstjórum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfniskröfur:
- Reynsla af störfum við öryggis- og umhverfismál er æskileg.
- Reynsla af störfum við verklegar framkvæmdir er æskileg.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Gott vald á íslensku og ensku.
- Almenn ökuréttindi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til að starfa í hópi.
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur2. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Álhella 3, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (7)

Forstöðumaður sjálfbærni
Reitir fasteignafélag

Öryggis- og gæðastjóri
Sjúkratryggingar Íslands

Sérfræðingur í öryggis- og gæðadeild
Landhelgisgæsla Íslands

Verkefnastjóri - Öryggisstjórnun
Öryggisstjórnun ehf.

Öryggisvörður í hlutastarf
Securitas

Sumarstarfsmaður á rannsóknarstofu GAJA
SORPA bs.

Sumarstörf 2025 - Öryggisþjónusta
Landspítali