
Akraborg ehf.
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg var stofnuð á Akranesi árið 1989. Í rúm 20 ár hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.
Fyrirtækið gekk á síðastliðnum árum gegnum mikið endurnýjunarferli og útlitsbreytingu og hlaut að því tilefni nýtt nafn og nýtt merki, Akraborg (kennitala hélst óbreytt). Merki Akraborgar vísar til verksmiðju sem staðsett er við og vinnur úr hafinu en rauði liturinn stendur fyrir þann eldmóð og kraft sem í starfsfólkinu býr.
Hjá Akraborg starfa í dag um 37 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorsklifur eru aðrar vörutegundir s.s.þorsklifarapaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.
Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið.
Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim s.s. Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.
Akraborg hefur MSC rekjanleikavottun fyrir Atlantshafs þorsk. C-TUN-1008.
Akraborg kaupir þorsklifur, skötuselslifur og annað hráefni hringinn í kringum landið af smábátum, útgerðum, fiskvinnslum og slægingarstöðvum. Hráefnið kaupum við á staðnum og borgum flutningskostnað á Akranes.

Almennur starfsmaður
Akraborg er leiðandi í framleiðslu á hágæða matvælum og gæludýraafurðum. Við erum að leyta eftir samviskusömum starfskrafti til almennra starfa í framleiðslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þú munt vera hluti af öflugu teymi í framleiðslu niðursoðinna matvæla. Starfið er fjölbreytt og er möglueiki á starfsþróun fyrir rétta aðilann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Reynsla af starfi í matvælavinnslu kostur.
- Lyftararéttindi kostur.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, mikið frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Jákvætt viðhorf, þjónustulund og lipurð í samskiptum.
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta
Auglýsing birt19. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Nauðsyn
Staðsetning
Kalmansvellir 6, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleikiVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Öflugur starfsmaður á trésmíðaverkstæði og uppsetningar.
Fanntófell ehf

Starfsmaður í gæðaeftirlit
Akraborg ehf.

Sumarstarf
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk

Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Framleiðsla/Production work
Myllan

Framtíðarstarf í Fiskeldi
Stolt Sea Farm Iceland hf

Snillingar á vélaverkstæði/smurstöð
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Spennandi sumarstörf um allt land
Eimskip

Starfsfólk í loftstokkahreinsun
Hitatækni ehf

Smiður / Umsjónamaður fasteigna / endurbætur og viðhald
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Steypuhrærari hjá Steypustöðinni
Steypustöðin

Starf á útilager - Warehouse worker (forklift licence)
Einingaverksmiðjan