Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í tímbundið starf á heimili fatlaðs fólks, staðsett í Steinahlíð.
Fjölbreytt og spennandi starf þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar með áherslu á að þjónustunotendum líði sem best.
Um er að ræða tímabundið 80% starf þar sem unnið er aðra hverja helgi frá 1.febrúar 2025 til 1.febrúar 2026.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
- Fylgja þjónustuáætlunum og verklagsreglum
- Virkja þjónustunotendur til þátttöku í samfélaginu
- Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
- Almenn heimilisstörf
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og samviskusemi
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Þjónustulund og jákvæðni í starfi
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
- Framtakssemi og samviskusemi
- Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi
- Líkamleg geta til þess að sinna krefjandi verkefnum á vinnustað
Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Ólafsdóttir, Forstöðuþroskaþjálfi í síma: 565-5344, netfang: ingibjorgo@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2025
Með umsókn þarf að fylgja greinargóð ferilskrá .
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.