
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar.
Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 440 í tæplega 300 stöðugildum.
Félagið veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

Stuðningsráðgjafi á heimili á Kirkjubraut Seltjarnarnesi
Viltu taka á þig auka ábyrgð ?
Ás styrktarfélag leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að starfa á heimili fyrir fólk með fötlun á Kirkjubraut 20, Seltjarnarnesi. Sex íbúðir eru í húsinu auk starfsmannaaðstöðu.
Leitað er eftir stuðningsráðgjafa og er fólk á aldursbilinu 30 ára og eldra sérstaklega hvatt til að sækja um vegna samsetningar í starfsmannahópnum sem fyrir er.
Starfshlutfall 50-100 %, allar tegundir vakta og önnur hver helgi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vaktstjóri sem stýrir verkefnum vaktar og leiðbeinir öðru starfsfólki í fjarveru stjórnenda
- Tengiliður íbúa
- Aðstoðar íbúa til sjálfshjálpar og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu
- Aðstoðar og styður íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald
- Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
- Fylgist með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá við heilsufarslega þætti
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og/eða haldbær reynsla af sambærilegum störfum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta
Auglýsing birt17. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kirkjubraut 20
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Skapandi sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarfsmaður óskast til starfa í Geitungana
Hafnarfjarðarbær

Sumarafleysingar í Heimastuðningi
Dalbær heimili aldraðra

Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk
Sumarstörf - Kópavogsbær

Stuðningsfulltrúi í Vinnu og virkni
Ás styrktarfélag

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaðan einstakling - Lundur
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaðan einstakling - Hamrar
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Umönnun framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Gefandi og skemmtilegt sumarstarf
Seiglan

Spennandi sumarstarf í Búsetukjarna Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið