Umsjónarkennari í Fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli
Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara sem vill taka þátt í að byggja upp og þróa úrræði fyrir nemendur í 5.- 10. bekk í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% tímabundið starf skólaárið 2024-2025.
Í Fjölgreinadeild eru nemendur sem á grundvelli fjölþætts vanda geta ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast í þeirra heimaskóla. Starfsstöð umsjónarkennara er við Hraunvallaskóla.
Umsækjandi þarf að hafa jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda og tiltrú á getu hvers eins til breytinga og þróunar þar sem leitast er við að byggja á styrk hvers og eins. Einnig þarf viðkomandi hafa góða leiðtogahæfileika, víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Fjölbreytt nálgun í kennslu og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, stoðþjónustu og foreldra
- Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við skólaþjónustu
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Taka þátt í stefnumótunarvinnu
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfi til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda
- Jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Jákvæðni, sveigjanleika og góða samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir gudbjorgn@hraunvallaskoli.is og Hanna Guðrún Pétursdóttir hannag@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.
Launakjör eru samkvæmt samningi sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.