Ertu að leita að hlutastarf með afleysingarívafi?
Heill og sæll atvinnuleitandi góður!
Ég er 38 ára kona sem er búsett í Fossvoginum sem leitar að aðstoðarkonu í hlutastarf í NPA þjónustu. Áhugamálin eru margvísleg eins og tónlist, kvikmyndir, íþróttir, útivist, ljósmyndun og fjölmiðlar. Auk þess sem mér finnst fólk ótrúlega áhugavert.
Ef þú ert kona sem hefur náð 25 ára aldri, ert hress, skemmtileg, opin, getur tekið leiðsögn og átt auðvelt með mannleg samskipti, þá er ég að leita að þér. Ekki skemmir fyrir ef þú ert kaldhæðin og til í alls konar flipp.
Ég er að leita að aðstoðarkonu í afleysingar núna í sumar og þegar upp koma veikindi.
Í starfinu felst aðstoð við líkamlegt hreinlæti, heimilisþrif, aðstoð við eldamennsku og verslunarferðir. Auk þess að fara í styttri ferðir út fyrir bæjarmörkin.
Um er að ræða tvískiptar morgun-, kvöld og helgarvaktir. Á virkum dögum eru vaktirnar 7-8 klukkustunda langar en um helgar er morgunvaktin frá kl 10-14 og kvöldvaktin frá 14 til miðnættis.
Sett eru skilyrði um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð og með bílpróf.
Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.
Starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en hægt er að kynna sér allt um hana inn á vefsíðu NPA miðstöðvarinnar, npa.is.