NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Aðstoðarverkstjórnandi óskast á Akureyri

*English below*

Ég er kona á fimmtugsaldri að leita mér að aðstoðarverkstjórnanda. Hlutverk aðstoðarverkstjórnanda er að aðstoða mig varðandi utanumhald í kringum NPA samning minn, ráða inn aðstoðarfólk, setja saman vaktaplan og senda inn vinnuskýrslur. Aðstoðarverkstjórnandi mun einnig sinna starfi aðstoðarmanneskju.

Ég þarf aðstoð 5-6 tíma á dag alla virka daga.

Um mig: Ég fékk heilablóðfall fyrir fjórum árum sem gerir mér mjög erfitt með tal og öll samskipti í kjölfarið. Ég er greind með ADHD, einhverfu og HSP – sem er að vera sérlega næm fyrir hljóðum, sterkum ljósum, lykt og efni. Þetta gerir það að verkum að ég þarf oft að draga mig til hlés og vera í ró. Einnig er ég með króníska stokerfisverki í baki etir bílslys fyrir 20 árum. Ég keyri ekki bíl eftir heilablóðfallið og þarf aðstoð til að komast þangað sem ég þarf að komast. Ég þarf því aðstoð með flest samskipti og panta tima hjá læknum og fleira.

Ég er mikil hestakona og á tvo hesta. Ég óska þess að hafa aðstoðarfólk til að hjálpa mér upp í hesthús og til að hjálpa mér að fara í reiðtúr. Aðstoðarfólk mitt þyrfti að koma með mér á hestbak því skynúrvinnsla mín er skert. Ég er grænmetisæta og væri það mikill kostur ef aðstoðarfólk mitt væri það líka.

Gott er ef aðstoðarfólk mitt hefur húmor, þolinmæði, sé ábyrgðafullt og hafi áhuga á dýrum og náttúru. Aðstoðarfólk mitt þarf einnig að hafa bílpróf.

Svo þarf líka aðstoðarfólk til að hjálpa mér með athafnir daglegs lífs, s.s að fara til læknis, sjúkraþjálfun, aðstoð með félagslegar athafnir og önnur áhugamál. Ég þarf hjálp til að byggja upp tengslanet í kringum mig. Mig langar einnig til að ferðast um landið og fara í ferðir. Mig langar að upplifa náttúruna og orkuna úr náttúrunni en það hefur læknandi áhrif á mig. Ég vil lifa lífi þar sem öll orkan mín fer ekki í samskipti svo mér geti liðið betur andlega og líkamlega. Það að geta haft orku og rólagan huga skiptir mig miklu máli.

------------------------------------------------------------------------------------------------------

I am a woman in my fifties looking for an assistant work leader The role of the assistant work leader is to assist me with managing my NPA contract, hiring assistance staff, creating a shift schedule, and submitting work reports. The assistant work leader will also assist me as a personal assistant.

I need assistance 5-6 hours a day from Monday to Friday.

About me: I had a stroke four years ago, which makes communication, particularly speech, very challenging for me. I have been diagnosed with ADHD, autism, and HSP, which means I am extremely sensitive to sounds, bright lights, smells, and certain materials. This means I often need to withdraw and be in a calm environment. I also suffer from chronic back pain due to a car accident 20 years ago. I no longer drive after the stroke and need assistance getting to where I need to go. I require help with most forms of communication, scheduling medical appointments, and other daily tasks.

I am a passionate horse lover and own two horses. I would like to have assistance to help me into the stable and to join me on horseback rides. My personal assistants would need to accompany me on horseback rides as my sensory processing is impaired. I am a vegeterian and it would be beneficial if my personal assitants would be vegeterian too.

It’s helpful if my assistant staff has a sense of humor, patience, responsibility, and an interest in animals and nature. My personal assistants would also need to have a driver’s license.

I also need help with daily activities, such as going to doctors, physical therapy, and social activities, as well as other hobbies. I need help building a support network around me. I would also like to travel around the country and go on trips. I want to experience nature and the energy it gives me, as it has healing effects on me. I want to live a life where my energy is not drained by constant communication, so that I can feel better mentally and physically. Being able to have energy and a calm mind is very important to me.

Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar