
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Starfsfólk óskast á vélaverkstæði
Eimskip óskar eftir að ráða vélvirkja, vélstjóra eða bifvélavirkja til framtíðarstarfa á vélaverkstæði félagsins í Sundahöfn.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni í fyrsta flokks vinnuaðstöðu þar sem fagmennska og öryggi eru í forgrunni. Verkstæðið er hluti af samheldnu teymi sem vinnur að viðhaldi og uppbyggingu tækja og búnaðar sem styður við alþjóðlega flutningsstarfsemi Eimskips.
Unnið er á tvískiptum vöktum alla virka daga, aðra vikuna er unnið frá kl. 08:00 - 16:00 og hina vikuna frá kl. 16:00 - 24:00.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennar viðgerðir og bilanagreining vökva-, raflagna- og kælikerfa
- Fyrirbyggjandi viðhald tækja og búnaðar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í vélvirkjun, vélstjórn, bifvélavirkjun eða 3ja ára reynsla er skilyrði
- Reynsla af viðgerðum á stórum tækjum er kostur
- Reynsla af vökvabúnaði og raflögnum er kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð þjónustulund og jákvæðni
Auglýsing birt13. nóvember 2025
Umsóknarfrestur28. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarmaður í skiltagerð
Xprent- hönnun og merkingar ehf

Tæknisnillingur í vél- og hugbúnaði
Securitas

Starfsfólk á vaktir í laxeldi
First Water

Bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Stálsmiðir, vélvirkjar - Vélsmiðja
VHE

Viðgerðarmenn og vélstjórar á þjónustuverkstæði
VHE

Verkfæravörður
Hekla

Umsjón með bílaflota Orkuveitunnar
Orkuveitan

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás

Viltu kenna bifvélavirkjun?
Borgarholtsskóli

Verklaginn einstaklingur með þjónustulund
Lásar ehf

Reynslumikill bifvélavirki óskast til starfa hjá Suzuki og Vatt
Suzuki og Vatt